Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 61
VIKIÐ AÐ LJÓÐLIST
dómara, sálfræðinginn, þjóðfélagsfræðinginn eða fagurfræðinginn í gagn-
rýnendastétt.
Athugun á þessum yztu mörkum, þessum þremur skauttvenndum, leiðir af
sér spurningar um stöðu gagnrýninnar gagnvart bókmenntunum, bókmennt-
anna gagnvart lífinu, listaverksins gagnvart fagurfræðilegri reynslu. Það er
aðal góðs gagnrýnanda að gera sér sem bezta grein fyrir mikilvægi þessara
spurninga og hvernig bregðast skuli við þeim. Og ekki einungis gagnrýnand-
ans, heldur einnig sérhvers samvizkusams lesanda bókmenntaverka.
5
Til þess að imnt sé að ræða mál með jákvæðum árangri er nauðsynlegt að
geta skilgreint inntak deiluefnis sem nákvænrlegast. Þess hefur mjög gætt hin
síðari ár, að inntak orðsins Ijóð hefur ekki lengur jafn fastákveðið gildi í
hugum lesandi íslendinga og löngum áður. Ástæðan er sú, að síðastliðna tvo
áratugi eða svo hefur inntak þessa orðs tekið hröðum breytingum. Það hefur
vaxið og eflzt líkt og Ijóselsk jurt sem lengi hefur staðið í skugga, en baðast
nú aftur sól. Þessar breytingar vilja þeir ekki viðurkenna sem ánægðir eru
fyrir með garðinn sinn.
Ljóð; skilgreining: „Samfella orða sem tekur eðli bæði af söng og máli.
Það einkennist ávallt af hrynjandi og venjulega myndhvörfum (metafórum),
auk þess er það oft bundið formlegum atriðum svosem bragarháttum, rími
og vísnaskiptingu. Það er einkum ákvarðað af þeirri tilfinningu sem stýrir
því og það tjáir, sparneytni og hljómfylld í máli, ímyndunarafli sem samteng-
ir, eykur og eflir vissa reynslu.“ (Deutsch: Poetry Handbook).
í þessari, skilgreiningu á ljóði sem valin er af handahófi meðal margra
áþekkra, er hvergi tekið fram að ytra form ráði mestu um hvað nefna beri
ljóð. Hvergi er heldur minnzt á að ljóð þurfi að innihalda rökræna frásögn til
þess að verðskulda það nafn. Því get ég þessa, að einmitt þessi atriði eru sett
á oddinn í málflutningi hefðstefnumanna um íslenzka ljóðlist. Þetta þýðir þó
ekki, að skoðanir þeirra eigi ekki fullan rétt á sér — innan vissra takmarka.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að skilningur þeirra manna sem aðhyllast form-
bundna röksagnarstefnu í ljóðlist á réttilega við — en aðeins þá — um vissa
tegund ljóða, nefnilega frásagnarljóðið (epos). Um aðrar tegundir ljóða gild-
ir skilningur þeirra lítt eða ekki.
Af þessu má ljóst vera hve brýn þörf er á viðhlítandi skilgreiningu á heildar-
hugtakinu Ijóð. Einungis með því að draga upp nægilega skýrar línur, setja
upp nægilega glögg leiðarmörk, má vænta þess að rofi eitthvað til í því mold-
331