Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 63
VIKIÐ AÐ LJÓÐLIST
En hátt á jakanum stjómarinn stóð,
og hann stýrði með hönd sinni enn.
„Fram, hlýðið mér,“ sagði hún. Með hugklökkum móð
þeir hlýddu, hans sjóvönu menn.
Eftir augnablik lukti aldan kvik
fyrir aftan með nýrri spöng.
Jakinn hái hvarf, nóg var hvers eins starf,
og sú heimför varð döpur og ströng.
Þegar við athugum eðli þessara ljóða verða okkur þegar ljósar andstæð-
urnar. Ljóð Steins er óháð ytri veruleik. Ljóð Hannesar lýsir ytri veruleik
einvörðungu. Ljóð Steins er órökrænt. Ljóð Hannesar er rökrænt. Ljóð Steins
er laust við alla tilætlunarsemi gagnvart lesandanum, það hvorki fræðir hann
né bætir, ellegar reynir að snúa honum til nýrrar trúar í einhverjum skilningi.
Ljóð Hannesar orkar krókalaust á skynjun og skilning lesandans, tilfinningar
hans og ímyndunarafl, hrífur hann með sér, tekur af honum viljann, stjórnar
honum. í ljóði Steins eru inntak og form jafnvæg heild. í ljóði Hannesar er
formið einskonar tilbúið mót sem inntakinu er þjappað í. Sérgildi slíks forms
vex í réttu hlutfalli við aukna nýtingu þess, öll útskot verður að fylla viðeig-
andi inntaki, ef byggingin á að takast. Ekki verður betur séð en að Hannes
komist áfallalítið frá glímunni við formið í þetta sinn (að undanskildu rím-
orðinu ,,vann“).
Þessi samanburður leiðir í ljós meginþættina í mismun hins „hreina“ Ijóðs
og jrásagnarljóðsins. Þessar tvær ljóðtegundir eru þau tvö skaut sem afmarka
ríki ljóðsins í gagnstæðar áttir, aðskilja það frá algerri tómhyggjuháspeki
annarsvegar og óbundinni hversdagsfrásögn hinsvegar. Þessi tvö skaut orka
svo aftur á allt svæðið sem á milli þeirra liggur og kalla mætti vang hins bland-
aða Ijóðs sem er að líkindum stærst og fjölbreyttust eðlistegund ljóða. Enga
tæmandi skilgreiningu er unnt að gefa á þessum ljóðflokki sem þannig þiggur
í mjög misríkum mæli eðli af ólíkum skautum; nægir að taka fram að hið
blandaða ljóð tekur mið bæði af ytri og innri veruleik, er meira eða minna
rökrænt, að samband forms þess og inntaks er oftsinnis ærið tilviljunarkennt.
En hvað er það þá sem veldur mismun þessara Ijóðtegunda? Þar kemur
fyrst og fremst til greina munur á inntaksskynjun skáldanna ásamt hliðstæð-
um afstöðumun til tjáningar þeirrar skynjunar. Fullyrða má að af hinum
þremur tegundaflokkum liggur frásagnarljóðið fjærst sjálfi skáldsins, innri
veruleik þess, vitund og reynslu. Frásagnarljóðið á uppruna sinn í meðvitund-
inni og er bundið rökkröfum skynseminnar. Þessu er öfugt farið með hið
„hreina“ ljóð, það er bundnara persónu skáldsins, sérleik þess og innra lífi
333