Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 65
VIKIÐ A» LJÓÐLIST
ber að forðast öfgar. Samþjöppun getur gengið svo langt, að hún leysi tján-
inguna hreinlega upp í samhengislausa frumparta, reyk og hjóm. Þá nefnist
hún fölsk samþjöppun.
Myndvísi, þ. e. lífræn notkun hverskonar málbragða, svosem myndhvarfa
(metafóra) og samhvarfa (similes) og þá ekki sízt tákna (symbóla), hefur
ávallt verið eitt megineinkenni ljóðlistar. í nútímaljóðlist hefur orðið bylting
í notkun myndlíkinga. Á það rót að rekja til þeirrar tilhneigingar nútíma-
skálda að vilja gera samruna kenndar og hugsunar fyllri en áður tíðkaðist;
það sem fyrri skáld tjáðu með fulltingi myndhvarfa og samhvarfa gera nú-
tímaskáldin gjaman vafningalaust með merkingarlegri samtengslaþjöppun.
Áður voru myndir og líkingar aðeins hlutar af heild, en gegna nú veigameira
hlutverki þarsem þær hafa gerzt eitt með heild tjáningarinnar. Þarsem líking-
ar voru áður einungis til þess að bregða birtu á einstaka hluta heildarinnar
og komu oft fram sem sundurlaus upptalning í sama ljóði, samkveikjast þær í
nútímaljóðinu gervallri reynslu tjáningarinnar, reynsla og samanburður
renna í eitt. Slíka tjáningareinund virðist við fyrstu sýn oft skorta röklegt sam-
hengi, en svo er ekki ef rétt er á haldið, heldur er samtengslaþjöppunin svo
alger, að erfitt er um alla sundurgreiningu. Þannig renna samþjöppun og
myndvísi oftar en ekki saman í algera heild í nútímaljóðagerð.
Hljómfegurð. Hljómur er mikilvægt atriði í skáldskap. Einkum gildir það
um ljóð sem eru öðrum þræði söngeðlis og að jafnaði ætluð til þess að vera
lesin upphátt. Hafa ljóðskáld ávallt fært sér vel í nyt hljóm orðanna, þótt mörg
sé sú notkun næsta yfirborðsleg, t. d. ofhlæði hljóðgervinga og ómfrekra rím-
orða. Vænlegri til lengdar er sú hófsamlega hljómfegurð sem fæst með því að
forðast óhljómræn hljóðatengsl milli orða: hljóðgap (milli samliggjandi sér-
hljóða), samhljóðaþyrpingar, ójafnar áherzlur. Hið síðasttalda felur í sér
nauðsyn á fagurri hrynjandi sem tvímælalaust er meginatriði hljómfegurðar
í Ijóði.
Síðastnefnda atriðið sem telst ein af meginstoðum allra góðra ljóða, gott
málfar, er svo sjálfsagt í eðli sínu að varla er þörf á að víkja að því orðum.
Málið er sameign allra notenda þess og hljóta því öll svokölluð skáldaleyfi að
orka tvímælis, enda má heita að þau séu úr sögunni í íslenzkum kveðskap.
Ábyrgð skáldanna gagnvart tungunni er vissulega þung og veltur á miklu að
þar sé samkomulag gott.