Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 66
GUNNAR BENEDIKTSSON
Var á því þingi svarður skattur
i.
I* ÁR eru tvö stórafmæli í íslenzkri sögu, réttar og sléttar aldir frá tveim ör-
lagaþrungnustu atburðum hennar, 7 frá því að íslenzkir höfðingjar sóru
norskan konung yfir sig og 3 frá því að íslenzkir forvígismenn voru kúgaðir
til að sverja danskri konungsætt erfðarétt til einveldis yfir landinu. Hvors
tveggja þessara afmæla hefur verið getið í blöðum og útvarpi og erfðasærisins
auk þess minnzt á mjög myndarlegan hátt af bæjarfélaginu, sem á fáum árum
hefur risið upp umhverfis holtið, þar sem Brynjólfur biskup þrefaði, svo að
ástæða þótti til að benda honum á herskip búin fallbyssum og byssutygjaða
hermenn í skotfæri, og þar vætti Árni Oddsson handskrift sína frægustu og
ástsælustu tárunum, sem felld hafa verið á íslandi.
Ársins 1262 hefur ekki verið minnzt á neinn sambærilegan hátt. Atburðir
þess árs hafa aldrei greypzt eins djúpt í vitund íslendinga og erfðahyllingin í
Kópavogi. Svo skyldir sem þessir tveir atburðir mega virðast, þá er mjög
ólíkur sá blær, sem yfir þeim hvílir í minningum sögunnar. Þegar miðað er
við ritgleði þeirrar þjóðar, sem átti undir þessum atburðum svo átakanleg
örlög sem raun varð á, þá verða heimildir um þá ekki taldar ríkulegar. En
setningar þær, sem við er að styðjast sem heimildir um Kópavogsfund, fylla
hver aðra upp, án þess að nokkurs staðar komi til mótsagna, og draga upp
mynd, sem allt er í senn: skýr, áhrifamikil og listræn, enda ljóslifandi í vit-
und þjóðarinnar fram á þennan dag. Veðrið þennan örlagadag stígur fram á
tjald sögunnar í birtu júlímánaðar. Hvað sem á dynur, þá á ísland alltaf
birtu sinna hásumardaga. Á sviðinu birtist skjal frá Jöklurum á Snæfellsnesi,
þar sem vitnað er til samningsbundinna réttinda gagnvart konungsvaldinu og
ítrekað, að þau megi aldrei skerða. Þannig rís í brjóstum þjóðarinnar tilfinn-
ingin fyrir réttinum og hollustueiðar við hann mitt í algeru varnarleysi. Mót-
mæli Brynjólfs biskups koma í annan stað og rökin gegn þeim: yfirlætisfull
bending á gnægðir manndrápstækja, og það eru þau rökin, sem löngum hafa
reynzt þung á metunum í þessum heimi. Síðan koma tár öldungsins. Hann
336