Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
með að segja frá því, að um voriS hafi VestfirSingar heitiS HallvarSi aS koma
til Þórsnessþings og sverja þar konungi land og þegna, en þegar til kom, mætti
Hrafn þar ekki, „og því kom Hallvarður ekki“. Af þessu má ráða, að Hrafni
hafi verið ætlað að standa fyrir þessum eiSum. Hann var þeirra mest hallur
undir konung, enda hafði Hallvarður skipað honum BorgarfjörS, sem Gissur
hafði áður skipað Sturlu ÞórSarsyni. En hann kemur ekki á Þórsnessþing. Sú
er líklegust ástæða, að hann hafi látið undan síga fyrir þrýstingi frá þing-
mönnum sínum og öðrum höfðingjum í Vestfjörðum, en þar hefur Sturla
Þórðarson tvímælalaust verið í broddi fylkingar. SíSan hefur Hrafn verið
með í að undirbúa andstöðu á þingi gegn Hallvarði, en dansað nauðugur.
Hann hefur forustu um undanhald og uppgjöf. Undanhald hefst með því, þeg-
ar þeir nema staðar vestan Bláskógaheiðar til að bíða frétta af væntanlegum
samherjum að austan og halda að sér höndum, meðan eiðarnir eru knúðir í
gegn á alþingi. Uppgjöfin fullkomnast svo, þegar Hallvarður og SigvarSur
biskup láta þá standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að eiðar eru þegar unnir
af öllum Norðlendingum og Sunnlendingum þeim, er til þings komu, en hinir,
sem líklegir voru til andstöðu, létu ekki sjá sig.
Umhverfi þessarar frásagnar í sögunni staðfestir þessa atburðarás, sem nú
hefur verið rakin, eða gerir hana líklega, en ég hef ekki fundið neitt og ekki
séð bent á neitt, sem á móti mælir. Forsaga frásagnarinnar er margra ára bar-
átta Sturlu ÞórSarsonar gegn yfirráðum konungs á íslandi. Sú saga verður
ekki rakin hér, en þeim, sem vildu gera sér sem nánasta grein fyrir þeirri bar-
áttu, vísa ég til bókar minnar um Sturlu sagnritara, hún kom út í fyrra á veg-
um MenningarsjóSs. Eftirmáli atburðanna, sem Sturla segir frá í Hákonar
sögu, eru hrakningar Sturlu á konungs fund ári seinna, þar sem hann lítur á
sjálfan sig sem dauða sekan, en honum verður það til lífs, að hann vinnur
hjarta drottningar og síðan hug konungs með frásagnarlist sinni og kvæða-
gerð.
ÞaS verður sannarlega ekki sagt, að við eigum ekki stórbrotna mynd af at-
burSunum 1262 í frásögn Sturlu ÞórSarsonar. ÞaS er gerð tilraun að sameina
tvo landsfjórðunga og Rangárþing að auki um að standa gegn því, að vilja
konungs verði komið fram á alþingi. Og það gefur atburðunum aukinn svip,
er við sjáum sjálfan sakamanninn, Sturlu ÞórSarson, fletta ofan af því sem
einkaritari konungs, hvernig þjóðin stóð nærri því sem einn maður gegn því,
að konungur fengi fangstaðar á landinu, þar sem Gissur verður að særa vini
sína til hjálpar, þar sem annars kostar megi hann lífið gjalda. Og um leið
dregur hann enga fjöður yfir það, að sjálfur er hann potturinn og pannan í
340