Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 71
VAR Á ÞVÍ ÞINGI SVARÐUR SKATTUR
samblæstrinum, enda var það vitaðra mál en svo, að það tjóaði að dylja. Við
megum ekki setja það fyrir okkur, þótt frásögnin sé á þann veg, að okkur
finnist margs að spyrja, svo að fullkomin skil séu gerð hverju atriði. Bæði var
það, að sá var háttur góðra sagnamanna í þann tíð að vera orðknappur og
gefa frásögn þunga með því að láta geta í eyður, og í annan stað er þess að
gæta, að þá gerðist minni þörf nákvæmrar frásagnar, er atburðir voru nýir og
kunnir í megindráttum. 1265 gerðist þess engin þörf að segja berlega, til
hvers Steinvararsonum, Andréssonum og Þorvarði Þórarinssyni var ætlað að
koma til þings, eða hvert var erindi Gissurar að Laugarvatni með flokk
manna, sem hann hélt þar „um hríð“.
En þessi skýra og skarpa mynd, sem Sturla Þórðarson dregur upp af atburð-
unum 1262 í höfuðriti sínu, hefur þó aldrei orðið almenningseign á íslandi,
enda hefur henni aldrei verið á loft haldið af sagnvísindum okkar. Og nú skulu
raktar ástæður þess fyrirbæris.
III.
í Sturlungu eru tvær frásagnir af þessum atburðum, sem nú hefur verið
dvalið við, hvor annarri ósamhljóða og hvorug samhljóða frásögn Sturlu í
Hákonar sögu, og ber þar mikið í milli. Aðra frásögn Sturlungu hafa fræði-
menn þeirra rita flokkað til íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, og segir þar
svo, eftir að annars vegar hefur verið skýrt frá þingreið Gissurar norðan úr
landi með átta hunduð manns og hins vegar Vestfirðinga undir forustu Hrafns
Oddssonar með sex hundruð: „Var á því þingi svarður skattur Hákoni kon-
ungi um allan Norðlendingafjórðung og Sunnlendingafjórðung fyrir vestan
Þjórsá. Skattur var þá og svarinn um allan Vestfirðingafjórðung.“ Þá eru
nafngreindir þeir, er sóru fyrir hvert hérað um sig í Norðlendingafjórðungi,
og síðan bætt við: „Tólf menn sóru og skatt úr Vestfirðingafjórðungi.“ Þá
er sagt frá hátíðlegri athöfn, er þeir sættast Gissur jarl og Hrafn Oddsson,
þeir takast í hendur fyrir kirkjudyrum á alþingi í viðurvist virðulegra votta:
Sigvarðar biskups, Brands ábóta, Sighvats Böðvarssonar og Sturlu Þórðar-
sonar. „Þann vetur sat Hákon konungur í Niðarósi,“ segir svo að lokum.
Samkvæmt þessari frásögn virðist ekki neinn ágreiningur vera meðal höfð-
ingja landsins um það, hvernig við málum skuli snúast. Þá er ekki annað að
sjá en að allir tilnefndir hafi unnið eiða sína á alþingi sjálfu á Þingvelli. Hér
ber svo mikið á milli og frásagnar Sturlu, að það er ekki um annað að gera
en að taka aðra frásögnina gilda, en dæma hina ómerka, þar sem á milli ber.
Ef við förum til fræðimanna í þessum greinum og spyrjum þá, hvora frá-
341