Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Króksfjarðarbókar sem góða og gilda vöru og byggir sínar ályktanii á henni
sem traustri forsendu. Tilvitnuðu setninguna er að finna í bókinni Höfundur
Njálu á blaðsíðu 64. En á blaðsíðu 65 segir svo um árið 1263: „Var þá svo
komið, að Hallvarður átti aðeins eftir að yfirbuga Svínfellingana, Þorvarð
Þórarinsson og hinn unga bræðrung hans, Orm Ormsson að Svínafelli."
Hér er um svo herfilega mótsögn að ræða, að mann furðar stórlega, að slíkt
skuli henda svo skarpan mann sem Barða Guðmundsson. Hafi Þorvarður ver-
ið í undirbúningi með að koma með mannsöfnuð til að knýja fram konungs
vilja á alþingi 1262, þá kemur ekki til mála, að 1263 hafi það verið næsta
verkefni að „yfirbuga“ hann undir þann sama konungs vilja. Ég nefni þetta
ekki til að varpa rýrð á þennan skarpa vísindamann, sem var allra sagnfræð-
inga djarfastur að ganga inn á nýjar brautir í sögukönnun sinni. En fyrst svo
fer um hið græna tréð, Barða Guðmundsson, hvað mun þá um hið visna?
(Við nefnum engin nöfn). Hér flaskar Barði á því að grípa til frásagnar um
efni, sem sagnfræðin hefur aldrei krufið til mergjar.
IV.
Nú skulum við taka til athugunar, hvernig þessar Sturlungufrásagnir muni
vera til komnar.
Fræðimenn færa rök að því, að Sturlunga muni saman sett um aldamótin
1300. Frá 1262 og fram að þeim tíma fer vel á með konungi og höfðingjum
landsins. Höfðingjastéttin á íslandi hafði ekki reynzt þess megnug að stjórna
landinu, og í því lá hin raunverulega orsök þess, að hún gekk konungi á hönd.
Fyrir yfirráð hans getur hún enn um skeið notið aðstöðu sinnar sem höfð-
ingjastétt, og til konungs leitar hún styrks með góðum árangri í baráttu við
kirkjuvaldið. Þessi höfðingjastétt hefur því engan áhuga á þeirri baráttu,
sem einstakir höfðingjar með bændaalþýðuna á bak við sig háðu gegn því,
að gengið yrði konungi á hönd. Höfðingjunum verður það meira að segja
feimnismál, að menn úr þeirra hópi skyldu hafa gert sig seka um andstöðu
gegn þeirri þróun. Nú mun það almennt álit og talið sannað, að Þórður Narfa-
son lögmaður á Skarði á Skarðsströnd hafi gert Sturlunga sögu úr ritum
þeim, sem þar eru saman sett. Skarðsverjar á Skarðsströnd voru virðulegir
höfðingjar lið fram af lið og máttu ekki vamm vita hjá sifjaliði sínu. Snorri
prestur afi Þórðar Narfasonar var föðurbróðir Helgu konu Sturlu Þórðar-
sonar, og auk þess þekkti Þórður Sturlu persónulega, var með honum einn
vetur í Fagradal, sennilega við nám. Þá var Sturla öldurmannlegur lögmaður
konungs, frægt skáld og fræðimaður og forvitri í gegnum áþreifingar vax-
344