Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 76
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
vilja. En honum láist aff skýra það, hvernig Gissuri gat staðið meiri ógn af
þeim vestur í Borgarfirði en ef þeir hefðu komið alla leið á Þingvöll. Ritarinn
viðurkennir ósamþykki meðal höfðingjanna. En hann er hallur undir þá Vest-
firðinga, ber Hrafn sérstaklega fyrir brjósti, en varpar á herðar Gissuri allri
sök þess, að ekki eru allir einhuga um að hylla hið blessaða konungsvald.
Þannig getur maður hugsað sér að til verði frásögn Króksfjarðarbókar.
V.
Þegar Brynjólfur biskup og Arni Oddsson undirrituðu erfðahyllingar-
plaggið í Kópavogi 1662, þá var íslenzk höfðingjastétt að verða útdauða. Hér
var þá engin stétt manna, sem gat rétt konunginum hönd sína til að verða
hluttaki í uppskeru þess, sem unnizt hafði. Þá var hér aðeins fátæk og þjökuð
sveitaalþýða, sem hefur sennilega haft litla hugmynd um, að hún ætti nokkuð,
þar til það síðasta var nú frá henni tekið. En hún meðtók þessi örlög sem þátt
í sögu sinni og skapaði úr þeim dramatíska sagnleifð til komandi kynslóða.
AlþýSan er fáorð á örlagastundum, en hún skilur, hvað gerist, og geymir það
í umbúðum síns hversdagslega umhverfis og lífsbaráttu. Hún geymir vonlaus
mótmæli Brynjólfs biskups og tár Árna Oddssonar í umgerð sólríks sumar-
dags og heiðskírrar sumarnætur, þar sem fælnir hestar þjóta um grýtt holt af
ótta við það djöfulsins manndrápstækjabrambolt, sem ölóðir kúgarar hleypa
af stokkunum í fögnuði sínum yfir níðingslegum sigri.
Þegar Islendingar ganga Noregskonungi á hönd 1262, situr hér að völdum
höfðingjastétt, sem hafði lifað sitt fegursta og vissi ekki, að hún var að slá
naglana í sína eigin líkkistu. ÞaS lenti í hennar hlut að skrá sögu atburðanna.
AuSvitað skildi hún ekki, hvað gerzt hafði, því að það gerir engin yfirstétt
á hnignunarskeiði sínu. En hún fór hjá sér frammi fyrir atburðunum, og
henni var ekkert fjarlægara en að skapa heilsteypta og minnisstæða mynd
þeirra. Einum úr hópi þeirra hafði raunar orðið það á að skrifa skýra og
greinargóða frásögn. Stéttin afneitaði honum ekki fyrir þær sakir, enda vann
hann sig síðar upp í það að verða lögmaður konungs. Hann var ekkert annað
en nytsamur sakleysingi, sem hafði látið vélast af spilltum bændalýð, sem var
ekki aðeins á móti kónginum, heldur taldi það happadrýgst að losna við alla
höfðingja, ef þess væri nokkur kostur (sbr. ÞorvarSur í Saurbæ og Broddi á
Hofi). Og um leið og þessir höfðingjar reyna að breiða yfir frásögn Sturlu
um atburðina 1262, þá gefa þeir honum þennan elskulega vitnisburð: „Og
treystum vér honum bæði vel til vits og einurðar að segja frá, því að hann
vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“
346