Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
allnáin. Ég á við — ég á til dæmis við garð fj ölskyldunnar, sem ég greip í að
hirða á sumrin, þegar húsbóndinn forfallaðist af einhverjum ástæðum. Upp-
haflega var það gigt að þakka og harðsperrum af völdum laxveiðitilrauna, að
ég fékk að renna sláttuvélinni yfir blettinn milli trjánna og hlúa að litfögrum
blómum. Húsbóndinn lá í bólinu og mátti sig hvergi hræra, frúin tók við leig-
unni fyrir herbergið mitt, frú Kamilla, og fjargviðraðist um leið út af garðin-
um þeirra, að hann væri þeim til háborinnar skammar, allur á kafi í grasi og
arfa, hvað ætli nágrannarnir hugsi! Hún þáði liðveizlu mína með þökkum,
vísaði mér á sláttuvél, hrífu og önnur amboð, sagði mér fyrir verkum, stóð
góða stund úti í kvöldblíðunni með hendur á mjöðmum og horfði á mig starfa.
Þegar ég var búinn að snurfusa garðinn eftir föngum og ganga frá amboðun-
um, kallaði hún á mig inn í eldhús og bauð mér góðgerðir, kaffi og spesíur,
auk þess sem hún mæltist til þess að mega leita til mín aftur, ef gigtin hlypi
í bóndann.
Gigtin hljóp oft í bóndann.
Mér varð smám saman svo annt um garð fjölskyldunnar, grasblettinn í hon-
um miðjum, blóm hans, hríslur og runna, að ég stóð mig að því að bíða gigt-
arkastanna með óþreyju á vorin og sumrin.
Frú Kamilla, skrifa ég eins og hver annar dóni, frú Kamilla Jóhannsdóttir,
kaupmanns heitins á Akureyri Baldurssonar og konu hans stórættaðrar, Láru
heitinnar Thorbjörnsen, Þorláks faktors og síðar konsúls. Ég ætti víst að
blygðast mín fyrir þá ósvinnu að misþyrma skírnarnafni hennar á blöðunum
þeim arna, nota þar bókstafinn k í staðinn fyrir c, og brjóta í sama vetfangi
aðra reglugerð jafn mikilvæga, svíkjast um að kenna hana við bónda sinn.
Frú Camilla heitir hún að réttu lagi, bæði á Akureyri og í Reykjavík, frú
Camilla J. Magnússon. Hún mundi áreiðanlega móðgast, ef hún sæi nafn sitt
ritað eins og ég hef gert hér að framan, telja það órækan vitnisburð um hvort-
tveggja í senn, menntunarleysi og ruddaskap. Mér er hinsvegar tamara að
skrifa k en c og kenna konu við föður sinn en bónda, svo að ég ætla að halda
áfram að vera heimskingi og dóni. Frú Kamilla sem sé, frú Kamilla Jóhanns-
dóttir, — hvernig kom hún mér fyrir sjónir?
Vel.
óaðfinnanlega.
Hún kom mér þannig fyrir sjónir fyrst í stað, að hún væri um fertugt,
myndarleg án þess að vera beinlínis fríð, kurteis án þess að vera beinlínis að-
laðandi, hagsýn með afbrigðum, stjórnsöm og þrifin. Ég hafði ekki búið
350