Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 83
TRAUSTIR SKULU HORNSTEINAR
einhverjum vinningum í happdrætti mannlífsins, láta einhver dýrmæt tæki-
færi ganga sér úr greipum.
Slík tækifæri buðust mörg á styrjaldarárunum. AugnaráS frú Kamillu
minnti á reikningsvél, þegar hún spurði mig að því haustið 1940, hvort ég
vissi hvað brezka hemámsliöið væri fjölmennt í Reykjavík, blaðamenn fréttu
svo margt. Hún mun hafa verið að undirbúa framleiðslu klútanna um þetta
leyti ásamt vinkonu sinni og gamalli skólasystur, atorkusamri og hagsýnni
fulltrúafrú, kominni af berserkjum og hákarlaformönnum. Silkiklútar þessir
voru ætlaðir brezkum verndurum, nokkurskonar minjagripir, sem vel mátti
smeygja í sendibréf til ástvina, einkar snotrir í fyrstu, með ísaumaðri mynd
landsins og hlýlegri kveðju: Merry Christmas, Greetings from Iceland.
En brátt rigndi á markaöinn öðrum klútum, með geigvænlegum bjarndýrum,
eldfjöllum og goshverum, hraðsaumaðri framleiðslu ungs og harösnúins kaup-
sýslumanns, sem þá var almennt kallaður Valdi Sveins eða Sjoppugreifinn,
enda hvorki orðinn miljónamæringur né þingskörungur. Frú Kamilla og vin-
kona hennar tefldu þjóðfánanum, landvættunum og Dómkirkjunni gegn bjarn-
dýrum, eldsúlum og hverastrókum Sjoppugreifans; en klútar þeirra, smátuðr-
ur og línpungar fóru samt halloka fyrir minjagripum hans, ef til vill vegna
þess að þjóðfáninn var óþekkjanlegur að kalla, landvættirnar miðlungi góður
vitnisburður um ákvæðisvinnu og Dómkirkjan bæði hornskökk og söðulbök-
uð. Þær munu hafa hætt þessum iðnaði í ársbyrjun 1942, en selt birgðimar
smám saman og komið síöustu minjagripunum í verð skömmu áður en lýð-
veldiö var endurreist.
Bili öngull, skal beita nýjan, segir máltækið. Því fór líka fjarri að reikn-
ingsvélin hyrfi úr augnaráði frú Kamillu. Nokkru eftir að bandarískur her
steig hér á land, gerðu þær stöllur ráðstafanir til að bæta honum í munni og
áttu meira að segja lengi vel allmikil viðskifti við keppinaut sinn, Sjoppu-
greifann. Þær lögðu undir sig tóman bílskúr, fengu laghentan karl til að
breyta honum í eldhús, réðu til sín frænkur tvær úr Jökulfjörðum, nýflutt-
ar til Reykjavíkur, einhleypa boldangskvenmenn, og létu þær hnoða sykraö
deig eins og líf lægi við og steikja þesskonar kleinur, sem bandaríkjamenn
kalla doughnuts. Margir sjoppueigendur, meðal þeirra Greifinn, keyptu
ógrynni af kleinutegund þessari, sem þótti mesta lostæti og hratt allri sam-
keppni um langt skeið. Ég átti dag hvern leiö framhjá bílskúrnum, fann ilm-
inn og kingdi munnvatni. Einu sinni rogaðist ég þangað með gríðarlega
tólgarskildi fyrir frú Kamillu og sá frænkur að starfi, sveittar og rauðeygðar.
Frú Kamilla og stalla hennar úr Kvennaskólanum, kona fulltrúans, tóku auð-
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
353
23