Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 87
TRAUSTIR SKULU HORNSTEINAR
mannleg húsgögn hennar, málverk og kjörgripi. Bjarni Magnússon deplaði
augunum eins og hann þyldi illa birtuna, enda nýstiginn upp úr kveflegu, sem
hafði tekið við af gigtarkasti í snarpara lagi.
Hm, hm, sagði hann og hagræddi sér í stólnum. Blessuð vorblíða í dag.
Hann var ekki beinlínis rotinpúrulegur, þrátt fyrir nokkra ræmu, en ein-
hver áhyggja í svipnum, einhver vandræði í augnaráðinu. Ef til vill hafði frú
Kamilla mælt svo fyrir, að garðurinn þeirra skyldi hreinsaður nú um helgina
og blómabeðin stungin upp.
Heyrið þér Páll, hvað kunnið þér í bókfærslu?
Ekkert, sagði ég forviða.
Hm, ekkert?
Nei, sagði ég, sosum ekkert.
Hafið þér öngvan áhuga á bókfærslu ? spurði hann eftir stundarþögn.
Ég hristi höfuðið.
En kannski á öðrum skrifstofustörfum?
Það held ég ekki.
Þér eruð ungur maður Páll, sagði hann. Hefur yður aldrei dottið í hug að
breyta til, reyna eitthvað annað en blaðamennsku?
Ég varð að játa, að það hefði ósjaldan hvarflað að mér.
Eruð þér fljótur að vélrita?
Ég kann ekki á ritvél.
Bjarni Magnússon lyftist ögn í sessi: Hvað segið þér, Páll, kunnið þér ekki
á ritvél ?
Nei, sagði ég og hristi höfuðið. Ég hef aldrei lært vélritun og aldrei notað
ritvél.
Hann hristi líka höfuðið, eins og honum blöskraði kunnáttuleysi mitt, en
hallaðist síðan upp að mjúku baki hægindastólsins og varp öndinni.
Þið þarna hjá Blysfara, sagði hann, þið hafið gert mér mikinn óleik.
Við? hrökk upp úr mér. Hvemig þá?
Það er ykkar verk, hm, þarna hjá Blysfara, að ég er að missa ágætan starfs-
mann.
Mér brá.
Augnaráð hans varð hálfu vandræðalegra, svipurinn áhyggjufyllri. Það er
hann Eilífs, hélt hann áfram í döprum rómi, eins og hann væri að tala um
slys. Það verður öngvu tauti við hann komið. Hann er að hætta á skrifstof-
unni. Hann er farinn að trúa því, að hann sé stórskáld og snillingur, — enda
er það ekki nema eðlilegt, eins og þið hafið látið með hann.
357