Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þögn.
Hvað vakir fyrir ykkur?
Ég sagðist hvorki bera ábyrgð á skáldfrægð Arons Eilífs né ritstjórn Blys-
fara: Húsbóndi minn réði öllu.
Valþór?
Já.
Ég þóttist nú vita það, en tók svona til orða.
Hann horfði hugsi í kjöltu sér og strauk hökuna með tveim fingrum: Ég
hef aldrei talað við Valþór, þekki hann varla í sjón, hm, og skil þetta ekki Páll,
get ekki með nokkru móti skilið þetta, hvort sem við köllum það leikaraskap
eða góðsemi.
Aftur léku gullnir sólskinsfleygar um stofuna, og ég sá ekki betur en möl-
flugu brygði fyrir í einum þeirra, enda þótt frú Kamilla hefði stjórnað her-
ferð gegn ófögnuði þessum fyrir fáum dögum. Ég bjóst hálfpartinn við því
að sólskinið yrði til að minna Bjarna Magnússon á blómabeðin í garðinum,
að nú þyrfti að fara að stinga þau upp, en hann hafði þá hvergi nærri lokið
máli sínu um Aron Eilífs, sem hann nefndi jafnan Eilífs. Eilífs væri búinn að
vinna hjá honum á skrifstofunni í fullan áratug og hefði aldrei skorazt undan
því að bæta á sig störfum í forföllum annarra, aldrei staðið upp klukkan fimm
og rokið á dyr, ef aðkallandi verkefni biðu úrlausnar. Eilífs væri flestum
mönnum dyggari og traustari, að vísu heldur seinvirkur, en lúsiðinn og sam-
vizkusamur, nákvæmnin óbrigðul, rithöndin sérlega falleg og skýr — eins og
mér hlyti að vera kunnugt. Hann sagði að Eilífs hefði unað hag sínum vel á
skrifstofunni, verið metinn þar að verðleikum og komizt smám saman í álnir,
farið um hver mánaðamót í bankann með drjúgan hluta af kaupinu sínu, enda
maður einhleypur, sparsamur með afbrigðum og neyzlugrannur, tíndi í sig
njóla og arfa á sumrin, en æti lauk og hráar kartöflur á veturna.
Einhver umbrot urðu í svip Bjama Magnússonar, líkt og hann væri að stilla
sig um að hnerra á slysstað. Síðan þyrmdi yfir hann að nýju. Hann sagðist
geta fullyrt að skáldskapurinn, hm, tómstundatjáningin, hefði ekki staðið
Eilífs fyrir þrifum á nokkum hátt meðan allt var með felldu. Eilífs hefði verið
ljúfur og hógvær, ort sér til dundurs og glaðzt af litlu, búið að því mánuðum
saman, ef hann kom vísum eftir sig á prent eða fékk að tala í útvarpið um
kálmeti og andlegan þroska. Blysfari og Valþór hefðu rofið þetta farsæla jafn-
vægi hans — og því yrði víst ekki kippt í liðinn aftur.
Það dró fyrir sólu. Mölflugan færði sönnur á tilvist sína. flögraði milli
dýrgripa í stofunni og hætti sér meira að segja ískyggilega nálægt okkur, eins
358