Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Páll, sagði Bjarni Magnússson, við vitum báðir að maðurinn er ekkert
skáld!
Hann þagnaði, virtist bíða einhverra undirtekta, horfði ýmist á mig eða í
gaupnir sér, augnaráðið tóm vandræði. Síðan spurði hann í annað sinn til
hvers leikurinn væri gerður, hvað húsbónda mínum gengi til, hversvegna
hann bryti sig í mola fyrir Eilífs, fengi útgefanda, ritdómara og jafnvel þing-
menn í lið með sér til að hossa honum, eða réttara sagt æra aumingja mann-
inn, trekkja upp í honum delluna. Ef Valþór héldi að leirskáld á borð við Ei-
lífs gæti orðið pólitískur bógur, þá væri það fásinna.
Ég fór undan í flæmingi, sagði einungis að Bárður Níelsson þingmaður
frá Okrum hefði hrifizt mjög af greinum Arons Eilífs um mataræði, til dæmis
þeirri kenningu að þjóðin ætti að spara gjaldeyri, lifa á landsins gæðum,
borða njóla og arfa í staðinn fyrir hveiti —
Pu, Bárður! greip hann fram í fyrir mér og gerði lítið úr flokksbróður
sínum: Bárður mundi aldrei hafa getað marið Eilífs inn á átjándu grein, ef
Valþór hefði ekki fengið klókan mann til að semja um þetta bak við tjöldin!
Frú Kamilla kom að utan og leit inn í stofuna eins og tortryggin hjúkr-
unarkona, en kinkaði kolli og hallaði aftur hurðinni þegar hún sá ekki aðra
gesti en mig. Yngri dóttir hjóna sönglaði nýtt dægurlag uppi á lofti.
A ég kannski að biðja Valþór að tala við yður? spurði ég.
Pu, alls ekki! Bjarni Magnússon kvaðst þekkja ýmsa stuðningsmenn Blys-
fara, hluthafa í Árroða, og hefði því getað komið í veg fyrir þetta stand,
þessa vitleysu, ef hann hefði beitt sér, hm, haft brjóst í sér til að svifta Eilífs
þeirri ánægju að sjá tjáninguna sína nýprentaða í hverri viku. Nú væri hins-
vegar um seinan að skerast í leikinn, nú væri Eilífs ekki lengur viðmælandi
fyrir köllun.
Hann minntist ekki á garðinn þeirra, heldur sló botninn í samtal okkar með
dapurlegu andvarpi: Skil þetta ekki Páll, endurtók hann, get ekki með nokkru
móti skilið þetta!
Áhyggjusvipurinn hvarf ekki af honum fyrr en hann var búinn að ráða tvo
skrifstofumenn í stað Arons Eilífs og ganga úr skugga um samvizkusemi
beggja.
Þannig hafði Blysfari um skeið nokkur áhrif á Bjarna Magnússon og
embættisrekstur hans, að vísu með öðrum hætti en gigtveiki eða kosningabar-
átta. Þegar alþingis- eða bæjarstjórnarkosningar nálguðust, breyttist Bjarni
Magnússon í ötulan flokksmann og lagði nótt við dag, en virtist endranær
360