Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
deyfð, heldur miklu fremur hressilegt yfirbragð og þessháttar andlegar smá-
hræringar, sem bera sízt vitni um ódöngun. Til dæmis brást það ekki að gigtin
væri að grafa um sig í honum, ef hann hóf söngl og trall meðan hann var að
raka sig á morgnana. Þórðarnir báðir, kakali og malakoff, vissu á kast sam-
dægurs, en önnur kvæði á kast daginn eftir, svo sem Hann Árni er látinn í
Leiru og Þegar hnígur húm að þorra. Ef hann galsaðist jafnframt við vinnu-
konuna og freistaðist til að klappa henni á lendarnar, mátti búast við hörðu
kasti, illvígri tegund gigtar, sem frú Kamilla kallaði hexeskúð.
Það var nokkurnveginn örugg vísbending um að kast væri skollið á, þegar
Bjarni Magnússon gat ekki skroppið heim til að borða kvöldverð fyrir skyndi-
legu annríki, eftirvinnu á skrifstofunni eða löngum nefndarfundi. Hann kom
þá ekki heim fyrr en um miðja nótt, eða jafnvel síðla nætur, ævinlega valtur
á fótum og undantekningarlaust með pyttlu upp á vasann til að draga úr gigt-
inni, stundum söngglaður, stundum hálfmállaus, stöku sinnum með gest sér
til fulltingis, einhvern þorstlátan kunningja, sem frú Kamilla var snör að
leiðbeina út úr húsinu aftur, nema því aðeins að um stórhöfðingja væri að
ræða. Um nón daginn eftir reis Bjarni Magnússon úr rekkju og hafði síðan
ósköp hægt um sig, en í verstu köstunum var hann tvo daga frá vinnu, ef þau
bar ekki upp á helgi. Frú Kamilla gætti þess vandlega, að hann yrði ekki
fyrir neinskonar ónæði, lét stöllu sína sjá að mestu um doughnuts og kaup-
sýslu, hélt vörð um heilsu hans, unz kastið var rénað, fór til dyra, ef einhver
hringdi bjöllunni, og svaraði sjálf í símann:
Veikur, sagði hún í ströngum rómi. Iskías! Hexeskúð!
Að undanskilinni fyrstu og snörpustu lotunni háði því Bjarni Magnússon
heldur einmanalega baráttu við gigtina, rorraði í hægindastól eða stjáklaði
snöggklæddur um stofugólfið, reykti vindil og dreypti annað slagið á blöndu
til að slá á þrautirnar. Yfirleitt var hann ljúfur sem lamb, en þó bar það við
að hann kýtti ögn við konu sína, ef honum þótti blandan dauf, leiddist ein-
veran, datt í hug að hringja í símann eða skreppa út í bæ að reka merkileg
erindi. Þegar þessi tilmæli hans báru öngvan árangur og blandan hélt áfram
að dofna, unz hún var orðin gersamlega bragðlaus, raulaði hann gjarna fyrir
munni sér með angurværum hreimi: 0 jerum, jerum, jerum, o quæ mutatio
rerum. Langur og djúpur svefn í breiðu hjónarúmi batt síðan enda á kastið,
losaði hann um skeið við sára gigtarstingi í vöðvum og taugum, en frú
Kamillu við vandasamt hlutverk, blöndun og gæzlu.
Frú Kamilla gegndi hlutverki þessu eins og æðrulaus hjúkrunarkona, fas-
mikil og dálítið svipstygg. Ég komst ekki hjá því að heyra það nokkrum sinn-
362