Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
margs vísari um sokka og skó kvenna, hatta og klúta, kápur og kjóla, snið og
saumaskap, vírofin efni, sirsefni og blúndustoff, rifflað og órifflað flauel,
mússólin, organdí, taft, tjull og krep, satín, atlask og damask, nælon, perlon,
gaberdín og popplín, ádrag á húsgögn og efni í gluggatjöld, velúr, vóal, bobí-
nett —
Nei, segi ég í hálfum hljóðum og læt staðar numið. Enn hef ég sóað dýr-
mætu kvöldi, hringsólað um dulinn kjama, skrifað nokkrar blaðsíður um
Bjama Magnússon og frú Kamillu, sem ég ætlaði mér alls ekki að skrifa,
þegar ég fór að rifja upp fyrir mér veru mína í húsi þeirra, — eða öllu heldur
hugsa um daufan ilm og kraminn sígarettustubb, rauðan af varalit.
Seinna.
Kannski einhverntíma seinna.
Um leið og ég ákveð að hætta í bili þessu tilgangslausa pári, þykist ég heyra
Láru hvísla að systur sinni: Uss, mamma veit ekkert, hún er á kafi í bissness!
Ég þykist líka heyra dapurlegt raul í fjarska: 0 alte Burschenherrlichkeit,
wohin bist du verschwunden ?
366