Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 99
MUSTERI DROTTINS
leið, þá eru menn á uppleið eftir mjóum troðningi sem liggur jafnhliða hinum
breiða farvegi þeirra. Það er liðsaukinn sem á að taka við af þeim sem láta
bugast þar efra. Og þessi mjóslegna fylking sem hlykkjast eins og ormur upp
bratta hlíðina, hún er nær óslitin frá morgni til kvölds — nema þar sem granít-
blakkirnar höggva hana sundur. En svo skríður hún saman aftur.
Eða ættum við heldur að líkja henni við fjallalæk sem streymir upp í móti
af kynlegri ónáttúru? En þá á hann upptök sín víða um hinar blómlegu sveitir,
óteljandi kvíslar sem sytra um langau veg og sameinast við rætur fjallsins.
Og „náttúruaflið“ sem knýr þær þangað, og síðan upp hlíðina, það eru svipur
og spjót hermanna keisarans.
Hvað svo?
Granítblakkirnar hrúgast upp niðri í breiðum dalbotninum. Þar eru sniðn-
ir af þeim verstu vankantamir, og síðan er brugðið um þær reipum og múl-
asnar og menn draga þær lúshægt þvert yfir dalinn að fjallsrótunum hinum
megin. Það eru margir sem falla í því slagtogi, bæði múlasnar og menn. Og
rísa upp aftur, og falla dauðir. En það er ævinlega nægur mannafli og dýra til
að beita fyrir grjótið að nýju.
Síðan hefst nýtt uppstreymi, enn eitt brot á náttúrulögmálum skaparans.
Því nú leggja múlasnar, menn og grjót á brattann og klífa hið öndverða fjall.
Tilsýndar minna þeir á klasa af dordinglum sem hanga í mjóum þráðum og
„spinna“ sig upp þverhnípið; en raunar eru spilverk efst á fjallsbrúninni og
menn sem snúa sveifum svo að blóðið sprettur undan nöglum þeirra.
Svo slitnar einn þráðurinn, og dordinglarnir hrapa og rífa aðra dordingla
með sér í fallinu. Það er daglegur viðburður.
Hvað svo?
Granítblakkirnar liggja eins og hráviði uppi á fjallseggjunum eftir langt
ferðalag. Þær eru kvikar af maur — nei það eru menn sem iða í kringum þær
með hamra og meitla. Nú eru þær þverhöggnar og gerðar sexstrendar; nú
eru þær fáðar og slípaðar. Og svo er þeim lyft á sinn stað í vegghleðslunni.
Það er tiltölulega auðvelt að hlaða fyrstu lögin, en svo hækka veggimir og sj á
— þar hefst nýtt fjall. Það rís æ hærra, og það er svo þverhnípt að ekki er
hægt að fóta sig á því. Uppi á veggbrúnunum standa hleðslumennirnir og
æpa niður skipanir sem verða æ ógreinilegri.
Það verður æ hærra til himins.
Fjögur ár — og veggirnir eru loks risnir í fulla hæð. Þá rís þakið: köngur-
lóarvefur af bjálkum og sperrum yfir svörtu hyldýpi. Menn sem hrapa með
ópum. Svo er breitt yfir vefinn með tígulsteini.
tímarit máls oc mennincar
369
24