Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 103
GUÐBERGUR BERGSSON
Kaffihlé
21:40
.. . og það er víst rétt sama hvort maður hefur hlustaS á jiessar ræSur
stjórnmálamannaiina eSa ekki. Þetta er alltaf þetta sama stagl fram og aftur
og sama þjarkiS ár eftir ár, og aldrei komizt aS neinni niSurstöSu, enda er
þeim kannske vorkunn, og aS komast aS niSurstöSu kannske ekki til neins, því
þaS virSist alltaf vera einhver önnur niSurstaSa handan viS niSurstöSuna. Ég
öfunda þá sannarlega ekki. Þeir mega eiga Alþingi fyrir mér. HaldiS þiS,
drengir mínir, aS þetta sé kannske svo auSvelt aS stjórna litlu landi eins og
íslandi meSan allur hinn stóri heimur er allt í kringum okkur og svona er
ástatt hjá stórþjóSunum? Nei, þaS virSist líka vera hálfu auSveldara aS
stjórna stórri þjóS en lítilli, enda sjáum viS þaS bara á því aS í Bandaríkjun-
um og Stóra-Bretlandi eru tveir flokkar, sem berjast þar um völdin. Og því
stærri sem þjóSirnar eru þeim mun fækkar stjórnmálaflokkunum, ekki er
nema einn flokkur í Rússlandi og ekki hefur maSur hevrt aS sé neinn flokkur
í Kína. og samt er þaS taliS stærsta land veraldarinnar. En hérna í þessu sjö
hundruS manna kauptúni úti á hala veraldar bjóSa sig fram fimm flokkar og
templarar til bæjarstjórnar. Og hvaS gætu þeir svo, allar vörur bækka á heims-
markaSnum. og þetta kemur auSvitaS harSast niSur á okkur og fiskinum. ViS
erum eins og hvert annaS fávíst eyland úti viS heimskautsbaug, sem engin
áhrif getur haft á kaffiútflutninginn frá Brasilíu og eigum ekki einu sinni her
til aS verja okkur. Ég segi fyrir sjálfan mig, aS ég er alveg stein-hættur aS
hlusta á hvaS þeir segja, og les varla blaSiS þó ég sé aS líta í þaS. Fyrst kemur
einhver í útvarpiS og segir þetta og maSur kannske freistast til aS trúa því í
fávizku sinni. en síSan kemur bara annar aS hljóSnemanum og fær mann á
allt aSra skoSun. og aS lokum kemur sá þriSii og rífur allt niSur fyrir hinum
og segir þetta allt tóma Ivgi og helberan þvætting, sem hinir hafa sagt. Og
þannig er þetta. Og þannig þjarka þeir fram og aftur og einn segir þetta og
annar hitt. og skoSanir manns snúast eins og hundur á eftir skottinu á sér
framan viS útvarpstækiS. Manni er kannske snúiS þrisvar sinnum á einu
373