Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 104
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
kvöldi. Þetta er nú staðreynd. Og hverjum á maður svo að trúa? Verst er
þegar þeir eru með skammir og svívirðingar hver við annan, að þetta skuli
vera fólk, hef ég oft sagt við sjálfan mig, menntað fólk, sem úthúðar hvert
öðru með óbóta skömmum og það á þjóðþingi landsins upp í eyrun á hlust-
endum; og síðan ætlast þeir til að maður kjósi þá áfram á þing, og alþýða
manna á að treysta þessum mönnum fyrir málum sínum og fjöreggi þjóðar-
innar. Ja skömm er að heyra til þeirra stundum. Haldið þið að þetta sé nokkur
meining, drengir mínir, eins og ekki sé hægt að ræðast við í góðu tómi og í
stakasta bróðerni um vandamálin eins og ég og þið gerum. Og segjum eins
og hann sagði til dæmis . .. ja, ég man ekki hvað hann sagði, en það skiptir
kannske ekki svo miklu máli ... Enda missir maður alveg allt traust á svo-
leiðis fólki. Þetta eru pörupiltar, sem ættu fremur að sitja á kömrum en á
Alþingi, þar gætu þeir krafsað sóðaskapinn á veggina í friði. Ætli það yrði
vel þegið, ef ég notaði slíkt og þvílíkt orðbragð við ykkur, drengir, ég spyr?
Ég hugsa mér að þið munduð láta mig fá það aftur í hausinn óþvegið. Og
hvað hefði þá áunnizt, ha? Ekkert. Ekki nokkur skapaður hlutur. Og eins er
með öll þessi stjórnmál yfirleitt. Ég skal segja ykkur það að ég er ekki að
halda því fram að sumir þessara manna séu ekki hundrað prósent á allan hátt
bæði í orði og æði og í skoðun skoðana sinna, enda er það með þessi stjórn-
mál og þá, eins og raunar allt og vöruna líka, allt byggist á framboði og eftir-
spurn. Og eru þeir ekki í framboði og sá, sem kemur með það frambærileg-
asta er kosinn? Já, hvað ætlaði ég að segja? Já, það er með þetta eins og alla
vöru, hún verður að vera hundrað prósent, annars er hún svik við neytand-
ann, en þessir menn eru bara ekki hundrað prósent, væru þeir vara, sumir
hverjir. Og að fólk vilji kjósa þá, er það ekki eftirspurn? Svo þýðir heldur
ekkert að vera að bíta sig fastan í einstök aðgreind atriði. Það á að tala vitt
og breitt um þjóðarhaginn og almennt ástand í heimsmálunum eins og það
kemur fram á þessum og þessum tíma, og draga þá upp almenn atriði, sem
alþjóð skilur, en vera ekki alltaf að benda á gerða samninga þegar gert er
gert í þessu eins og öðru. Sendi ég vitlaust númer í einu partíi verð ég að
borga áföllin. Allt er á hraðfleygri stund í tímanum og rúminu, amerikan
express. Og hefði Kaninn ekki komið hér, hefði Rússinn bara komið og varið
okkur gegn Ameríkananum. Væri það nokkuð betra? Eins og ekki sé sama
fyrir hverjum maður er varinn ef þjóðina þarf að verja á annað borð. Eins og
hann Þórður gamli sagði: Rússar og Japanar, þetta eru villtar sóldýrkenda-
þ j óðir. Hann er greindur karl hann Þórður, mikið skelfing, ég hef alltaf gam-
an af að leggja fyrir hann prósentudæmi. Ogkarlinn ... ekki gefur hann sig við
374