Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 105
KAFFIHLÉ
hugarreikninginn ... nei, nei, hann puðar og puðar í huganum, — en lélegur
var hann til allrar vinnu, sérstaklega til allrar átakavinnu, þótt hann gæti svo
verið að dunda alltaf eitthvað smávegis, og alltaf var hann við verkið, það
mátti hann eiga. Svo var kerlingin líka stöðugt hrædd um hann á sjónum.
Reyndar var hann lítið gefinn fyrir sjóróðra, karlinn, — meira fyrir skepnur.
Sumir menn eru þannig. Þeir sögðu, að kerlingin hefði saumað hann inn í
lakið eina nóttina meðan hann svaf. Þeir stóðu í hrotu — þá rétt fyrir pásk-
ana og karlinn svaf eins og steinn. Svo þegar kallað var í róður í morgunsárið,
sagði hún þeim gegnum gluggann, að hann væri veikur. Þeir heyrðu samt
köllin í honum og hann sótbölvaði kerlingunni. En eftir þetta held ég að hann
hafi orðið eitthvað skrítinn á sinninu. Já, hann kallaði hana víst öllum illum
nöfnum, en ekki komst hann úr lakinu. Ætli hún hafi ekki saumað hann með
trolltvinna? Og þannig hélt hún honum bara í marga daga og mataði hann.
Fyrst vildi hann víst ekkert nærast, en hungrið svarf víst að honum og hann
varð að gefast upp að lokum. Ekki veit ég það. En ég held að hann hafi mátt
vera feginn, það margborgar sig fyrir hann að vera veikur þótt hvorki þjóðin
né atvinnuvegirnir geti borið allt þetta marga heilsulausa fólk sem hér er.
Ætli hann fái ekki jafn-miklar örorkubætur og meðal verkamaður hefur í
mánaðarkaup? Nú sér Ameríkaninn fyrir honum á Vellinum, hann starfar
víst eitthvað við hugarreikning og þykir betri en nokkur reikningsvél, en get-
ur ekki reiknað á ensku, að sagt er. Og þetta er maður, sem ekkert hefur getað
unnið í fjöldamörg ár, en nú er hann farinn að koma heim með aurana sína
ósnerta í umslagi á laugardögum. Þetta held ég sé stærsti munurinn á þessum
stóru ofbeldisþjóðum, Rússum og Ameríkönunum, að Kaninn virðir manninn
í eymd sinni og heilsuleysi, en Rússinn bara eftir getu hans og hvað hann
framleiðir. Ég er nú ekki meiri Rússahatari en það, að ég er samþykkur þeim
í þessu. Hvað er maður, sem ekkert framleiðir? Hann er baggi á okkur hinum
sem vinnum. En Rússadindlamir hér á landi, eins og hann Einar Þorsteins-
son, sem ég hef kynnzt dálítið í sambandi við fisksölur, hann er bara ekki
hundrað prósent í alla staði þó hann sé lipur, en það á fólk alltaf að vera,
— lipurt við viðskiptavinina. Seljir þú vöru fyrsta flokks og hundrað pró-
sent og gallalausa, viltu auðvitað fá hundrað prósent vöru fyrir hana. Þið
sjáið það, drengir, að samningsrof hverju nafni sem þau verða nefnd, eru
alltaf hnekkir fyrir hverja þjóð eða einstaklinginn. Rússar borða okkar fisk
og við notum þeirra olíu, og mig tekur það alltaf sárt ef við getum ekki fyllt
upp í gerða síldarsamninga við þá. Hún er svo flókin, skal ég segja ykkur,
þessi heimspólutík, að fólk skilur hana alls ekki. Þjóðverjar drepa Gyðingana
375