Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 107
KAFFIHLÉ
15:00.
. .. nú þeir sem ekki vilja vinna á morgun, geta setið heima og tapað aur-
unum sínum. Þetta er hvort sem er helgidagur. En það yrði óneitanlega Ieiðin-
legt ef einhver vildi ekki sýna þegnskap sinn þegar fiskurinn liggur undir
skemmdum. Nei, þú hristir bara hausinn, bölvaður. Ætli þú viljir samt sem
áður ekki aurana þína í vikulokin eins og aðrir. Þið fáið nú útborgað í dag.
Nei, heyrðu, drengur minn, þú gætir sagt eins og stelpan þegar hún leit í
bitakassann sinn: Alltaf þrumari, aldrei kruðirí. Þú átt að láta hana mömmu
þína setja eitthvað gott í kassann þinn. strákur! (Hann lyftir húfunni og
klórar sér.’l Jæja, piltar mínir, það er víst ekki eftir að skipa út meira en tvö
hundruð pökkum í þetta partí. Ungir menn eiga að hugsa stórt og reyna að
koma sér áfram í heiminum. Veiztu hvað höfuðborgin í Ameríku heitir? Nei.
ætli þú vitir það, hún heitir nefnilega ekki Nevjork. hún heitir Vosington.
Fólk ruglar þessu oft saman og heldur að stærsta horgin sé höfuðborgin. Ég
spurði til dæmis stelpu í fyrra að þessu. Munið þið ekki eftir þessari litlu?
Hún sagðist hafa verið í Menntaskólanum og afsakaði sig með því að þar
væri ekki kennd landafræði, en það er sama, þetta fólk þvkist allt vita í pólu-
tíkinni en veit svo ekkert í landafræðinni. Það var þessi sem hann Einar var
að dudda við. Hún sagði Nevjork. En ég veit að þú ert duglegur og greindur
strákur þegar þú vilt taka á hlutunum og þess vegna áttu ekki að vera með
pólutískan ágang við fólk í vinnutímanum, það skemmir fyrir þér hvað sem
þú vilt taka þér fvrir hendur. Atvinnurekendur vilja ekki taka þannig fólk í
vinnu. Þetta er satt! Ég man að ég þóttist líka vera blóðrauður bólsi eins og
þú, þegar ég var unglingur. Þetta þótti fínt að vera bólsi og hengja rauða fána
utan á beitningaskúrana. En ég óx fljótlega upp úr þeirri vitleysu eftir að ég
sá eldheita andstæðinga á kosningafundi. eftir eldheitar umræður og hnipp-
ingar og svívirðingar á háða bóga, standa í mesta bróðerni og í hrókasam-
ræðum á bak við sviðið í samkomuhúsinu hérna og sulla í sig öli. Ég hugsaði
með mér: Halda þeir virkilega að við kjósendur séum einhver fífl? Þeir hat-
ast á senunni framan í okkur, en hlæja síðan og gera að gamni sínu á bak við
tiöldin, hugsaði ég. Og síðan hef ég skilað auðu. Auðvitað fer ég á kjörstað
til aðlosna við nudd kosningasmalanna. það er annað mál. Þeir hafa nú verið
að tilkynna manni að þjóðarskútan sé að fara í strand - alveg frá stríðslokum.
og jafnvel fyrir stríð. og kreppa væri yfirvofandi í Bandaríkjunum. Allt virð-
ist samt vera ofansjávar enn. og Kennidí eys í mann dollurunum. Nei, það e»-
ekki mikið mark takandi á þessum mönnum. Það er þess vegna ekki til neins
að strákhvolpar séu að rífast um heimspólutíkina þegar heimurinn er ekki
377