Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 109
KAFFIHLÉ
Ekki bruðla ég, enda ekki úr svo miklu að spila. Vikan hjá mér hefur aldrei
gert meira en rétt ofan í mig og á.
Fórstu ekki í Reykjavík og misstir dag, þegar unnið var til tólf?
Ja, ég hef ekki farið úr galla síðan rétt eftir jól. Og ég segi, að peningurinn
sé farinn þrátt fyrir það.
Hann er svo sem ekki lengi að fara, peningurinn.
Hún er ekki lengi að tæmast, buddan.
Ætli verði ekki vinna í húsinu í allt sumar?
Hvaða vinna er það sem ekki er lengur en til fimrn?
Maður fyllir ekki sparisjóðsbókina í sumar. Gaman þætti mér að vita hvað
þú ættir mikið í bókinni.
I bókinni? Hvað ætli maður eigi, þegar aldrei er unnið helgidag.
Þetta segja þessir ríku.
Nú fáið þið helgidag á morgun.
Fvrsta maí. Hver ætli fari að vinna þá.
Vinna! Ég held ég fari ekki að sleppa degi, verði vinna á annað borð.
Maður strækar fyrsta maí.
Þeir stræka, sem enga þörf hafa fyrir peningana.
Heyra í honum, sem gengur með sparisjóðsbókina á sér úttroðna af pen-
ingum.
Ætli hann saumi hana ekki inn í nærbuxurnar?
Nei, þá mundu peningarnir bráðna í henni.
Er hann svona klofheitur?
Spurðu kerlinguna.
Jæja, drengir mínir, þið hafið gaman af að gera að gamni ykkar. En ég
segi, að peningurinn sæki þangað sem peningur er fyrir.
Að þeir séu svona félagslyndir?
Sjáið bara með happdrættin.
Peningurinn kemur einungis til þess, sem nennir að berjast og hafa fvrir
honum. Hann kemur ekki úr grjótinu fremur en kúamjólkin.
Ég held maður hafi tekið hann upp úr grjótinu, hérna þegar vegurinn var
lagður.
Það helviti, þegar aldrei var unnið nema til fimm.
Nei, hann kemur ekki nema með ærnum tilkostnaði, peningurinn. Og komi
maður ekki til hans, kemur peningurinn ekki til vkkar, drengir mínir. Það
eitt er víst.
379