Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 111
KAFFIHLÉ
sagði hann mér að þeir hefðu farið um þröngar götur, svo þröngar, að teygja
mátti sig milli húsveggj anna. Og á hverju götuhorni stóðu betlararnir við að
pillera. Síðan sagði hann, að þeir hefðu farið upp í borgina og fengið sér
herbergi á fínasta lúxushóteli. Og þegar þeir fóru þaðan voru þeir búnir að
kenna einum, þjóninum tvö orð í íslenzku: Helvítis andskoti, og sögðu að
þýddi góðan daginn. — Ég hef samt aldrei skilið eitt, og það er það, ef allt
er svona dýrt í útlöndum, eins og sagt er, hvers vegna er fólk þar þá svona
fátækt? — Því það er það. Auðvitað er fólk þarna suðurfrá óskaplega latt og
vill ekki vinna, en ef lítrinn af víninu kostar ekki nema krónu, hvernig getur
það þá verið svona fátækt? Það hlýtur bara að sofa allan daginn. Hann sagði
það líka stýrimaðurinn á Fossinum, að þarna hefði það bara sofið þar sem
það stóð. — Svo er fólk héma uppi í Vík að kvarta þótt það hafi næga vinnu,
stundum fjórtán tíma á dag. Það ætti að vera á Sikiley, ég segi bara það.
Jæja, þá er tíminn víst kominn, drengir mínir. Eigum við ekki að drífa okkur
í það.
15:20.
17:00.
. .. að unga fólkið núna ætti að hafa verið uppi á þeim tíma þegar maður
var að skipa upp salti og fékk tuttugu og fimm aura fyrir daginn, og þótti
gott. Þá var fólk hvorki í bíngóunum né bílunum fram á nætur né kom hálf-
sofandi til vinnunnar. Þá vann það. Núna vilja allir meira kaup, heimta
meira kaup og minni vinnu. Jæja, þið ráðið hvað þið gerið.
Fáið þið hreinsunina?
Okkur var sagt það.
Hvemig stendur á því að heimavamarliðið er ekki látið í hana?
Ætli þeir ætli ekki að fara að jafna þessu niður á mannskapinn.
Það kemur áreiðanlega ekki af góðu.
Né varir lengi.
Hverjir hreppa hnossið?
Þessir tveir, Einsi og Jón.
Nú á að fara að hossa okkur.
Verði ykkur að góðu.
Jæja, blessaðir!
Blessaðir!
Og fáið þið nú ekki tár í augun af náðinni!
Eru þeir famir?
381