Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 113
KAFFIHLÉ
Kannske er það heldur ekki nema þegnskapur af manni að vinna úr fiskin-
um þegar hann liggur undir skemmdum.
Auðvitað græðir enginn á því að fiskurinn skemmist.
Svo er það líka með þennan fyrsta maí, þetta er enginn fyrsti maí lengur.
Ég pípi á hann.
Þetta eru orðnar einhverjar bamaskrúðgöngur eins og á sumardaginn
fyrsta. Mest einhverjar skemmtigöngur ef gott er veður, mest held ég til að
selja merki og happdrættismiða. Og í Sovét er þetta hersýning. Nei, það er
ekki mikil verkamannalykt af fyrsta maí, — ekki lengur. Ég held að þeir megi
eiga hann fyrir mér.
Maður verður leiður á heila kraminu.
Það vantar kreppu.
Já, það vantar kreppu. Ekki neina gervikreppu.
Jæja, drengir mínir, þá er tíminn víst kominn og vel það, ein mínúta meira
að segja yfir. Farið þið svo inn á skrifstofu og náið í aurana ykkar, það á víst
að gerast í vinnutímanum, segja þeir sem skrifa samningana. Svo ætla ég að
biðja ykkur um að hreinsa vel skúrinn þarna, og skrúbba fiskgrindurnar und-
an pökkunum, og moka saltinu dálitið upp í hornið. Það er svo ljótt að sjá
það út um allt gólf. Ég er að skreppa frá, en þið verðið búnir að þessu fyrir
klukkan sex ef þið drífið ykkur og fáið svo frí. Ég skrifa bara tímann ykkar
tii sex áður en ég fer, en verðið þið ekki búnir þá, getið þið bara hætt, það
gerir ekkert til í eitt skipti. Já, svo ráðið þið auðvitað sjálfir hvort þið komið
á morgun. Eins og þið kannske vitið er þetta helgidagur og engum skylt að
vinna fremur en hann vill. Það er víst eitt af þessum lögum. En auðvitað tapið
þið aurunum ykkar ef þið komið ekki. Og það helgidagakaup. Jæja, ég fer,
— blessaðir.
Blessaður!
Mikið var að hann kom ekki með einhver ræðuhöld við okkur. Hann er
bara búinn að vera á eftir manni á þönum í allan dag með eitthvert djöfulsins
pólutískt þvarg.
Þeir eru að sækja sig, atvinnurekendurnir. Hinir eru alveg komnir í varnar-
aðstöðu.
Þama hlaupa Dúdda og Día, tvinnakeflin.
Hvað, verkurinn er ekki farinn.
„Þér hefnist fyrir svikin,
það gerir ekkert til.
383