Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 117
TVÆR STUTTAR SÖGUR
Kvöldið eftir stríðið
Frá því var skýrt í fréttum að íbúar Bánkalands háðu vamarstríð við íbúa
Olíulands hérna á dögunum og grönduðu öllu kviku í Olíulandi á fimm mín-
útum. MannfaU varð ekki hjá Bánklendíngum. Olíulindimar munu verða nýtt-
ar í þágu efnahagslífsins.
Þennan sögulega dag var ég staddur í höfuðborg Bánkalands í viðskipta-
erindum og átti því láni að fagna að ná tali af sjálfum landvarnamálaráðherr-
anum í kokkteilboði um kvöldið.
Ráðherrann er einkar geðfelldur maður, prúður en frj álsmannlegur í fasi,
glaðvær en stiUtur í framkomu, hvers manns hugljúfi. Hann er einstakt snyrti-
menni, og kýmnigáfa hans er annáluð. Hann er sagður barngóður og dýra-
vinur hinn mesti. Einnig hefur hann komið mörgum skemmtilega á óvart með
ýmiskonar góðgerðastarfsemi.
— Svoað þér eruð frá íslandi, sagði hann og sló kumpánlega á öxl mér
með vinstri hendi. í þeirri hægri hélt hann á glasi.
— Hvernig er að vera í bissniss á íslandi? Hálfgerður tittlíngaskítur, er
það ekki ?
Ég útskýrði fyrir honum, að við Íslendíngar hefðum margt sem hægt væri
að selja: grjót, haf, fossa, skíðabrekkur, miðnætursól, jökla og fólk, en
kommar og laumukommar væru á hverju strái og reyndu að spiUa fyrir söl-
unni. Annars færi kanski að rofa til. Það væri að minnstakosti ljós púnktur
hvað vinnuaflið væri orðið ódýrt.
Ég óskaði honum til hamíngju með sigurinn og spurði um nokkur fram-
kvæmdaratriði. Honum var ánægja að svala forvitni minni: Allt hafði verið
vandlega undirbúið fyrir laungu, en þeir höfðu frestað neyðaraðgerðum í
leingstu lög, reynt að semja. Olíufólkið var þrákelknispakk og vildi ekki
selja þótt því væru boðin kostakjör.
— Við ætluðum að byggja upp blómlegan iðnað fyrir þá með okkar fjár-
magni, sagði hann: En ráðamenn þeirra — sem voru hagsýnir piltar margir
hverjir — gátu ekki hamiÖ þjóðina. Sorglegt með þá. En semsagt: Það varð
ekki hjá þessu komist. Allt stóð tilbúiÖ. Ekkert var eftir nema ýta á nokkra
takka.
— Hvernig er það annars, spurði ég: Hafa mennimir sem ýttu á takkana
og tortímdu fjörutíu milljón körlum, konum og börnum, hafa þeir ekki ógur-
lega slæma samvisku? Líður þeim ekki ílla?
387