Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
samtíðin neiti listamanni um viðurkenn-
ingu, er það honum sem sé engin trygging
{yrir viðurkenningu framtíðarinnar. Hið
gagnstæða væri sönnu nær. En auk þess er
svo forsendan sjálf mjög svo hæpin, svo að
ekki sé fastar að orði kveðið. Vitanlega má
benda á dæmi þess, sem eðlilegt er og eng-
an þarf að undra, að ýmsum samtímamönn-
um fataðist rétt mat á snilligáfu Beethov-
ens, en þegar verið er að gefa í skyn í sér-
stökum áróðurstilgangi, að hann hafi verið
stórlega vanmetinn af samtíð sinni, þá er
það fjarri öllum sanni. Hitt mun heldur, að
fá hinna miklu tónskálda hafi verið metin
eins að verðleikum í lifanda lífi og hann.
Lesandi, sem ekki vissi betur, myndi enn
fremur ráða það af fyrrgreindri sögu, eins
og Jón Leifs segir hana í ræðu sinni, að
þriðja hljómkviða Beethovens hefði urgað
samtíðarmönnum hans í eyrum á svipaðan
hátt og atómtónlistin nútíðarmönnum, að
hún hefði verið þeim svipað aðhlátursefni
og til dæmis eiektrónska músíkin hlustend-
um vorra daga. Öllu meiri reginfjarstæða
en slík ályktun er þó naumast hugsanleg.
Tónlist Beethovens er að vísu frumleg og
sérstæð, en þó auðvitað engan veginn á
þann hátt, að samtíðarmaður, er hlýtt gæti
á verk Haydns og Mozarts með velþóknun,
þyrfti sérstakrar heymarvíkkunar við ti)
þess að geta notið hennar.
Annars færi ekki hjá því, að sönnunar-
gildi þessarar sögu minnkaði enn að mikl-
um mun, ef svo skyldi reynast, að hún ætti
sér enga stoð í veruleikanum, en grund-
vallaðist á misminni. George Grove, sem
skrifað hefur inargt um hljómkviður Beet-
hovens, meðal annars 400 blaðsíðna bók,
þar sem hann minnist yfirleitt á frumflutn-
ing þeirra í helztu höfuðborgum álfunnar,
nefnir ekki fyrrgreindan atburð, en tekur
beinlínis fram, að þriðja hljómkviðan hafi
virzt falla hljómsveitarmönnum Habenecks
í París sæmilega í geð, er þeir fengu hana
til æfingar í fyrsta sinn undir frumflutning
þar í borg, líklega árið 1825 (Grove: Beet-
hoven and his Nine Symphonies, 2. útg.,
1896, 92. bls.). Hins vegar er þessi saga af
þriðju hljómkviðunni gmnsamlega lík
þeirri, sem sögð er af C-dúr-hljómkviðu
Schuberts hinni miklu, en hún er á þá leið,
að þegar fyrst átti að leika þá hljómkviðu
í París, árið 1842, hafi hljómsveitarmenn
gert verkfall í miðri æfingu, er aðeins hafði
verið farið yfir fyrsta þátt, og neitað að
halda áfram, og er verið var að æfa sömu
hljómkviðu í fyrsta sinn í Lundúnum, árið
1844, hafi hljóðfæraleikarar rekið upp hlát-
ur mikinn. Þetta munu vera sögulegar stað-
reyndir um Schuberts-hljómkviðuna. En
þessi mótþrói tónleikaranna var þó áreiðan-
lega ekki því að kenna, að þá skorti eyrna-
þjálfun eða heyrnarvídd til þess að geta
metið rétt tónlist Schuberts, heldur einkum
og sér í lagi hinu, að þeir létu ákveðnar sí-
endurteknar nótnamyndir í fylgiröddum fara
í taugarnar á sér, af því að þeir skoðuðu
þær einar og út af fyrir sig f stað þess að
hlýða á þær í heildarsamhljómi tónverks-
ins, en Schubert hinsvegar enn svo lítt
þekkt tónskáld um þær mundir, að tónleik-
arar þóttust geta gert sér dælt við hann á
þennan hátt. En um þessa hljómkviðu gild-
ir raunar hið sama sem um Hetjuhljóm-
kviðu Beethovens, að svo persónuleg sem
hún er, einstæð og ólík öllum öðrum tón-
verkum, þá heggur hún hvergi á tengslin
við undangengna þróun eins og atómný-
tízkan. Hvor hljómkviðan um sig er fram-
hald, en ekki afneitun undangenginnar þró-
unar, og svo mun jafnan vera um öll mikil
listaverk.
En fyrst röksemdin um vanmat samtíðar-
innar á Beethoven reynist þannig gersam-
lega ónýt til þeirra hluta, sem henni er ætl-
að að þjóna í þessum efnum, væri þá ekki
tilvalið að taka Schubert til dæmis í stað-
inn? Var hann ekki einmitt stórlega van-
398