Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 135
BJORN ÞORSTEINSSON
Sagnaskemmtun og upphaf íslenzkra
bókmennta
Hermann Pálsson hefur sent frá sér
fremur skemmtilega bók um hugtækt
efni: sagnaskemmtun Islendinga allt frá
dögum Ara fróða til útvarpsins í Reykja-
vík.1
Oldum saman var það siður víða á ís-
landi, að menn lásu sögur í heyranda hljóði
fólki, sem sýslaði við tóvinnu og önnur
kyrrlát störf, til dægrastyttingar. í Ferða-
bók sinni gerir Eggert Ólafsson talsverða
grein fyrir þessum þætti í íslenzku menn-
ingarlífi. Hermann tekur sér fyrir hendur
að rekja liann til upptaka og kemst í þeirri
leit allt til ársins 1119. Annars telur hann
blómaskeið sagnaskemmtunarinnar hér-
lendis vera fjórar aldir eða tímabilið frá
því um 1250—1650. Þær niðurstöður verða
fáum að ásteytingarsteini, en sama verður
ekki sagt um kenningar hans um upptök
sagnaskemmtunarinnar.
Áður fyrr þóttu það ágæt vísindi að telja
meginhluta íslenzkra fornbókmennta til
orðinn í munnlegri geymd. íslendinga sög-
ur áttu jafnvel að hafa verið skráðar orð-
réttar eftir sagnamönnum. Nú er öldin önn-
ur. Hermann leitast ekki við að gera neina
grein fyrir munnlegri sagnahefð fslendinga
að fornu, enda er það erfitt verk, af því að
um hana vitum við nauðalítið, og það, sem
um hana hefur verið rætt og ritað, er að
1 Hermann Pálsson: Sagnaskemmtun Is-
lendinga. Mál og menning, Reykjavík 1962.
mestu ágizkanir og bollaleggingar. Hann
segir, að naumast þurfi á það að benda,
að munnleg sagnaskemmtun tíðkaðist hér-
lendis eins og með öðrum þjóðum á svip-
uðu menningarstigi, en skilgreinir ekki
nánar, við hvaða stig hann á. Þótt hér ríkti
allmikil kyrrstaða löngum í þjóðfélagsmál-
um, þá er talsverður munur á menningu ís-
lendinga á 10., 12. og 15. öld t. d., og enn í
dag erum við á svipuðu menningarstigi og
fjöldi þjóða. Hann tilfærir frásögn Morkin-
skinnu af íslendingnum sögufróða munn-
legri sagnaskemmtun á 11. öld til staðfest-
ingar, en þess sjást engin merki, að hann
hafi lesið formála Bjama Aðalbjamarson-
ar að Ólafs sögu helga í Heimskringlu. Mig
minnir, að Sigurður Nordal hafi bent á í
fyrirlestri, að þátturinn muni saminn til
þess að varpa sennileikablæ á ævintýri Har-
alds konungs. í Formálsorðum segist hann
hafa numið af ýmsum mönnum, Birni M.
Ólsen, Jóni Helgasyni, Sigurði Nordal o. fl.,
en þeirrar fullyrðingar sér nauðalitla staði
í bók hans.
Bók Hermanns fjallar að mestu leyti um
þá sagnaskemmtun íslendinga að Iesa bæk-
ur í heyranda hljóði, en þar með verður
hann að greina frá upphafi íslenzkrar
sagnaritunar, og em ýmsar kenningar hans
um það efni nýstárlegar. Frægir menn eru
búnir að skrifa mörg óbrotgjörn verk um
upphaf ritaldar og bókmennta á íslandi, svo
að það er ekki heiglum hent að ráðast á
405