Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
bœna. Á hans dögum hafa ýmsar rangar
frásagnir gengið manna á milli og margt
brengl verið á ættfræðinni, en hann snýr
sér eingöngu að þeim verkum, sem eru
hættulegust fróðleik hans og fræðistörfum,
af því að þær eru skráðar. Honum og öðr-
um íslenzkum fræðimönnum hefur tekizt
að kveða þessar sögur niður að mestu leyti.
Það er ekki einsdæmi í íslenzkri bók-
menntasögu, að heilli bókmenntagrein sé
útrýmt úr handritum, af því að lærðir
menn lögðust gegn henni. Þannig fór unt
elztu danskvæðin, blautleg kvæði og regi-
lig, sem kirkjunnar menn snerust öndverð-
ir gegn á 12. öld og tortímdu með öllu.
Einnig getur breyttur bókmenntasmekkur
valdið miklu um varðveizlu sagna. Auðséð
er, að ýmsar fornaldarsögur hafa verið til
í eldri gerðum, t. d. Völsunga saga. Á
blómaskeiði íslenzkrar sagnaritunar eru
fornaldarsögur kveðnar niður að mestu, af
því að fræðimennirnir vilja ekki, að þær
rugli rímið. Þegar þær komast að háborð-
um veizluskálanna að nýju seint á 13. öld,
eru þær umsamdar að kröfum nýrrar bók-
menntatízku eins og jafnvel sumar íslend-
inga sögur urðu að þola.
Ef ritöld sagna á íslandi hefur hafizt um
1120, breytist viðhorf okkar á ýmsan hátt
til ýmissa þátta íslenzkra bókmennta. Það
eykur t. a. m. heimildagildi verka, ef eigi
eru liðnir langir tímar frá því að atburð-
irnir, sem frá er skýrt, gerðust, þangað til
frásagnir um þá voru á bækur færðar. Það
skiptir því höfuðmáli, livort bóndi eins og
Hrólfur af Skálmarnesi skrifaði sögu sína
eður eigi, þótt hún hafi sjálf fremur orðið
til þess að rugla en rétta íslenzka sagn-
fræði. Flest rök hníga að því, að hann sé
fyrsti rithöfundur á íslenzku, en bók hans
er glötuð. Jón Ilelgason segir, að elztu
handrit fornaldarsagna séu frá því um 1300.
nokkur frá 14. öld, en flest frá 15. öld. —
Elzta handrit íslendinga sagna er brot af
handriti Egils sögu frá miðri 13. öld. Á
miðöldum rituðu menn á bókfell. Bækur
voru vandaðar og dýrar, og menn gættu
þeirra vel, enda hafa t. d. varðveitzt 19
handrit og handritabrot af Njáls sögu frá
miðöldum eða timabilinu frá 1300 til 1550.
Þrátt fyrir margs konar slysfarir og eyðingu
er ekki ástæða til þess að ætla annað en dá-
gott sýnishorn íslenzkra miðaldahandrita
liafi varðveitzt. Það er því erfitt að ályktu
án frekari rökstuðnings, að bókmennta-
grein hafi blómgazt á bókfelli á einhverri
öld, ef hennar sér enga staði í handritum
fyrr en allt að 200 árum síðar. Á þessu
þurfa þeir, sem um þessi mál fjalla, að
finna viðunandi skýringu, og skýringin er
til og sett fram af Birni M. Ólsen m. a. í
bók hans, Runeme í den oldislandske lit-
eratur, Kh. 1883. Það er óneitanlega athygl-
isverð staðreynd, að „nálega allt, sem 12.
aldarmenn rituðu á íslandi hefur farið for-
görðum“, segir Jón Helgason. „Aðeins fá-
einar leifar og lítil brot eru til úr ævagöml-
um bókum, sem gætu verið frá dögum Ingi-
mundar" Þorgeirssonar, en hann ætlaði að
sigla til Noregs árið 1180 og hafði bóka-
kistu meðferðis, „því að þar var yndi hans
sem bækurnar voru“ (Handritaspjall 10—
11). Breytingar á máli, stafagerð og rit-
hætti geta valdið miklu um varðveizlu
bóka. Flest nútíðarfólk sniðgengur t. d.
bækur með gotnesku letri, þær hurfu óðum
eftir að latínuletrið ruddi sér til rúms.
Margt bendir til þess, að fram á 12. öld og
jafnvel lengur hafi íslendingar ritað nor-
rænt stafróf, sem svo er nefnt í málfræði-
ritgerðum fomurn, þ. e. rúnastafróf, jafn-
framt munkaletrinu. Einar Ólafur Sveins-
son segir í ágætri ritgerð ttm Lestrarkunn-
áttu íslendinga i fornöld, að í rúnalistinni
ltafi verið mikil kynngi fólgin, „og hefur
hún því án efa verið höfð miklu meir til
galdra en til nytsemdar í daglegu lífi.“
Þetta er eflaust rangt að miklu leyti.
414