Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 145
SAGNASKEMMTUN OG UPPHAF ÍSL. BÓKMENNTA
f allri skrift var nokkur kynngi fólgin á
mifföldum og jafnvel lengur sums staðar.
Við fomminjagröft í Björgvin fyrir nokkr-
um árum kom í dagsljósið fjöldi af alls
konar rúnaristum um hversdagsleg efni.
Menn höfðu krotað bréf og samninga,
blautligar vísur og minnisgreinar á spýtur,
sem fundust undir þýzku bryggjunni þar í
borg. Rúnakrot þetta telst vera frá 12. og
13. öld, að því er ég bezt veit, en niðurstöð-
ur rannsókna á þessum merkilega fundi
bafa ekki birzt enn þá. Á íslenzku er til
rúnafræði, leiðbeiningar um það að rita á
rúnum, og telur Bjöm M. Ólsen, að hún
muni að stofni vera frá Þóroddi rúnameist-
ara og Ara fróða. Grænlendingar kunnu
rúnir á 14. öld, og í Danmörku er til mikið
rúnahandrit, lögbók rituð með rúnum frá
því um 1200. Eftir að kristni komst á og
kirkjur voru reistar, þurftu menn mjög á
skrift að halda við reikningsfærslur og
máldagagerðir, og er eðlilegt, að lítt lærðir
kirkjuhaldarar gripu þá til þess stafrófs,
sem þeir kunnu eða þekkt var að talsverðu
leyti í landinu, áður en fjölmenn klerka-
stétt hélt innreið sína í íslenzkt samfélag.
Það er eðlilegt að álykta, að norræna staf-
rófið, rúnirnar, hafi verið notað til nytsam-
legra hluta í daglegu lífi fram eftir öldum
hér á landi, eins og nú er sannað að tíðk-
aðist í Noregi. Eftir því sem kirkja og
kristnihald og bóklegar menntir efldust
hérlendis kemst hið evrópska munkaletur
meir í tízku, og þegar líður á 12. öld, bygg-
ir það rúnaletrinu að miklu leyti út við
bóklega iðju, en sú breyting á leturgerð
mun hafa orðið til þess, að elztu íslenzku
handritin lentu í glatkistunni um það er
lauk.
VIÐBÆTIR
1.
Elztu. bókmenntir íslendinga voru ritaðar
á rúnum.
Hér á eftir fer endursögn á kafla úr rit-
gerff eftir Björn M. Ólsen um elztu mál-
fræðibókmenntir íslenzkar. Kafli þessi er
úr inngangi að bókinni Den tredje og
fjærde grammatiske afhandling í Snorres
Edda, Köbenhavn 1884, og er upphaf f jórða
þáttar inngangsins, Den islandske gramma-
tiske literatur, en þar gerir Bjöm grein
fyrir skoðunum sínum á upphafi íslenzka
stafrófsins og ritaldar hériendis. Það mál
rekur hann rækilegar í bókinni: Runerne i
den oldislandske literatur, Kh. 1883, en hér
er þessi kafli valinn fyrir stuttleika sakir.
Rit Bjöms eru í mjög fárra höndum, og
illu heilli hefur gagnmerkum rannsóknum
hans á íslenzkri bókmenntasögu lftt verið á
loft haldið hérlendis á undanförnum ára-
tugum. Þeim skoffunum, sem Bjöm setur
fram í ritgerðum þessum, hefur verið hafn-
að, án þess að aðalröksemdum hans hafi
verið hnekkt, og lítt hefur verið fengizt um
hinar fomu málfræðibókmenntir hérlendis,
og eru þær þó grundvöllurinn að upphafi
ritunar á íslenzka tungu, sérstaklega þegar
þess er gætt, að nær öll handrit frá fyrstu
tveimur öldum íslenzkrar ritaldar eru glöt-
uð.
I upphafi 12. aldar tók sagnaritun að efl-
ast á Islandi. Um þær mundir tóku menn
fyrst að skrásetja og rita á móðurmálinu
að nokkru ráði. Fyrst spreyttu þeir sig á
því að skrá samninga og lög. Af örri þróun
réttarfarsins og sívaxandi lagafjölda leiddi,
að það varff nauðsynlegt að skrásetja öll
veraldleg og andleg lög. Síðar færði hók-
415