Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 146
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
menningin út kvíarnar, og menn tóku að
fást við sagnfræðileg efni og þýða latnesk-
ar kelgisagnir og hómilíur á íslenzku.
Hinar nýju bókinenntir áttu við marga
örðugleika að etja, og var skortur á fast-
mótuðu, heppilegu stafrófi þeirra tilfinnan-
legastur. Rúnaletrið var Islendingum enn
þá nærtækast við það að færa eitthvað í
ietur á móðurmálinu. Latneska stafrófið
var nær eingöngu notað við skrásetningu og
ritun á latínu. Bæði stafrófin voru mjög
óhentug fyrir þá, sem áttu að rita og lesa
íslenzku og fullnægðu alls ekki sérhljóða-
auðgi hennar.
Menn notuðust þó við rúnaletrið af göml-
um vana, og varð það því stafróf hinna
ungu og vaxandi bókmennta.
Bókmenntastarfsemin efldist óðum, en
samtímis jókst þörfin á nýju og fulikomn-
ara stafrófi. Elztu íslenzku málfræðihöf-
undarnir leituðust við að bæta úr þeirri
nauðsyn með því að gera endurbætur á
stafrófinu. Fyrst var að sjálfsögðu reynt að
auka rúnaletrið, af því að íslendingar not-
uðu það við ritun bókmennta.
Fyrstur hinna íslenzku málfræðihöfunda
var Þóroddur Gamlason. Um hann er fátt
vitað. Hann mun fæddur laust fyrir 1100,
almúgamaður, trésmiður að iðn og nýtur
mikils álits. Um 1110 setur Jón Ogmunds-
son biskup hann yfirsmið dómkirkjunnar á
Ilólum. Þar komst hann í kynni við latín-
una og latneska málfræði með því að hlýða
á kennslu klerkanna. Tréskurður og rúna-
letur voru nátengd frá fomu fari, og er því
óhætt að gera ráð fyrir, að Þóroddur tré-
smiður hafi þekkt rúnaletur allt frá harn-
æsku. Margoft hlaut hann að hafa rekið sig
á takmarkanir þess við tréskurð sinn og
e. t. v. skrásetningar. Sú málfræðiþekking,
sem hann aflaði sér á Hólum með því að
nema hljóðfræði annarlegrar tungu, opnaði
augu hans fyrir göllum og annmörkum
rúnastafrófsins.
Þóroddur hafði öll skilyrði til þess að
gera endurbætur á rúnastafrófinu, þar eð
hann hafði trausta þekkingu bæði á al-
mennri málfræði og rúnum. Ég hef í rit-
gerðinni: Runerne i den oldislandske
literatur — reynt að sanna, að til sé brot
úr ritsmíð Þórodds um rúnirnar. (Bjöm
telur, að þetta brot sé að finna að stofni i
3. og 4. kafla málfræðiritgerðar Ólafs Þórð-
arsonar hvítaskálds.) — Það, sem varð-
veitzt hefur úr henni, gefur okkur skýra
hugmynd um rúnagerð Þórodds. Við sjáum,
að hann hefur notað 16 tákna rúnastafróf-
ið, en aukið við það nýjum sérhljóðatákn-
nm. Sum þeirra hefur hann eflaust fundið
upp sjálfur. Honum ber einkum sá heiður
að ákveða hljóðgildi rúnastafanna og hin
latnesku jafngildi þeirra. Nýju sérhljóða-
táknin eru nefnd límingarstafir í rúnum
eða rúnatvíhljóðar.
Þóroddur hefur séð það réttilega, að það
þurfti að fjölga sérhljóðunum í rúnastaf-
rófinu, ef það átti að geta uppfyllt kröfur
hinnar nýju sagnaritunar. Sennilegt má
telja, að ritgerð hans sé samin um 1120—
1130. Hins vegar virðist hann hafa mtt
latneska stafrófinu braut með því að marka
jafngildi þess á rúnum. Það ryður sér því
óðum til rúms við hlið rúnaletursins. Það
var stafróf kirkjunnar og kennt í skólum
hennar og einvörðungu notað við að skrifa
latínu. Hins vegar var það óhæft til ritunar
á íslenzku, eins og það var kennt í skólum
kirkjunnar. Fyrsta málfræðiritgerðin ber
með sér, að reynt hefur verið að nota latn-
eska stafrófið óbreytt við ritun á íslenzku,
en þær tilraunir hafa bersýnilega verið
mjög fálmkenndar.
Ef latneska stafrófið átti að standast
rúnastafrófinu snúning og útrýma því, varð
að laga það að þörfum íslenzkunnar með
því að fjölga sérhljóðum þess til samræmis
við límingarstafi Þórodds. Þess vegna urðu
endurhætur á latínuletrinu næsta viðfangs-
416