Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 147
SAGNASKEMMTUN OG UPPHAF ÍSL. BÓKMENNTA
efni málfræðinga. Við erum svo heppin, að
málfræðiritíð, sem fjallar um þessar breyt-
ingar, hefur varðveitzt. Það er fyrsta mál-
fræðiritgerðin. Höfundur hennar er óþekkt-
ur, en hún er eflaust samin um miðja 12.
öld.
2.
Úr prolog málfrœðiritgcrffa Snorra Eddu,
Codex Wormianus.
Láta fróðir klerkar hverjar bækur, sem
þeir finna, (að) snara til þeirrar þjóðar
tungu, sem í því landi talast, sem þá eru
þeir — eigi að eins hversu tala skal, heldur
og jafnvel hversu hver stafur hljóðar með
löngu hljóði eður skömmu, hörðu eður linu,
og hvað hvergi þeirra hefur af sér fall eður
tíma eður þeim, sem fyrir honum stendur
og eftír, sem yður mun sýnt verða í þeim
greinum, sem síðar eru skrifaðar eftir
þeirra manna upptekinni stafasetningar-
reglu, sem vér hyggjum vel hafa kunnað
’ordograffiam’. Og þó að sína fígúru hafi
hver þeirra til sinnar sagnar, þá sýnist
mönnum allir þeir fagurlega skipað hafa.
Hefur hver sett stafina eftir þeirri tungu,
sem þeir hafa talað, og þó að þeirra verk
sé saman borin, þá bregður ekki þeirra
annars reglu. Skal yffur sýna hinn jyrsta
leturshátt1 svo ritinn ejtir sextán stafa staf-
rófi í danskri tungu, eftir þvi sem Þórodd-
ur rúnameistari og Ari prestur hinn fróði
hafa sett í máti latínumanna stafrófi, er
meistari Priscianus hefur sett. Hafa þeir
því fleiri hljóðsgreinir með hverjum
raddarstaf sem þessi er tungan fástafaðri,
svo að það má undirstanda með hljóði um-
beygilegu, hvössu og sljófu, svo að einnar
tíðar fall væri í hvorutveggja stafrófi.
3.
(Skáldum til umþenkingar.)
Til þes8 að skáldin mætti þá mjúkara
kveða eftír nýfundinni leturlist, en hafa
eigi hvert orðskrípi, það sem fomskáldin
nýttu, en hálfu síður auka í enn verrum
orðum en áður hafa fundin verið, því að
vandara var þeim að tala, sem ekki höfðu
fyrir sér en þeim, sem nú hafa ýmislegar
fræðibækur. En vel má nýta að hafa eftir
þeim heiti og kenningar eigi lengra reknar
en Snorri lofar. Leiti eftir sem vandlegast
þeir, sem nú vilja fara að nýjum háttum
skáldskapar, hversu fegurst er talað, en
eigi hversu skjótt er ort, því að að því verð-
ur spurt, hver kvað, þá er frá líður, en eigi
hversu lengi var að verið, og þeir sem nú
vilja með nýju kveða, hafi smásmugul og
hvöss og skyggn hugsunaraugun að sjá,
hvað yður er nú sýnt í þessum frásögnum.
(Prol. Sn. E. Codex Wormianus. B. M.
Olsen: Den Tredje og Fjærde Grammatíske
Afhandling í Sn. E., Kh. 1884, 155.)
1 Þess skal getið, að hinn fyrsti letursháttur eftir sextán stafa stafrófi danskrar tungu
vom rúnir.
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
417
27