Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 152
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hugrekki, þá má hiklaust slá því föstu að
ekki sé til svo hugrakkur maður á öllu Is-
landi, að jafnvel hin hjartveikasta sauð-
kind sé ekki hugrakkari en hann.“ Og svo
er það siðferðið og pyngjan á Keflavíkur-
flugvelli: „plentí skæs og rólegheit“. Og
Jónas teflir friðarboðskap Russells móti
vígbúnaðaræði mannsins sem lýðræðispost-
ularnir íslenzku gerðu að sínum fulltrúa,
Lauris Norstad.
Hér drap ég aðeins á örfá atriði af þeim
mörgu sem minnistæð eru í þessari bók.
Jónas Ámason er í rauninni hvergi stór-
orður; broddur sannleikans er nógu sár
samt. Það sem mestu skiptir auk einlægn-
innar og dirfskunnar er tvímælalaust vægð-
arlaus rökvísi og hárbeitt vakandi kímni
sem einkennir framsetníngu máls hans, og
er það allt f senn sannasta mark þess sem
í raun er staddur en missir aldrei móðinn.
Það leiðir hug manns að andskotaflokkin-
um miðjum: „tslenzka yfirstéttin getur
ekki lengur sótt sér þrek til þjóðfélagsbar-
áttunnar í neinar hugsjónir ... Það sigrar
enginn í neinni baráttu nema hann gangi
með hugrekkið í hjartanu. Það hugrekki
sem þú gengur með í hendinni, er fyrr en
varir horfið frá þér, og þú stendur eftir,
hræddur maður, skjálfandi og — sigraður.
Óhræddur maður notar ekki kylfu, sízt af
öllu á varnarlaust fólk. Hræddur maður
notar kylfu.“
Þorsteinn jrá Hamri.
Steján Jónsson jréttamaður:
Krossfiskar og hrúðurkarlar
Ægisútgáfan.
Reykjavík 1961.
öfundur Krossfiska og hrúðurkarla er
útvarpshlustendum að góðu kunnur,
mest fyrir viðtöl sem hann hefur þar átt við
fjölda fólks víðsvegar að — og það hve
lagið honum er að spyrja sig inní hugar-
heim þess eða starfssvið. Bók þessi ber með
sér ættarmót þessa útvarpsefnis Stefáns,
skarpt innsæi, hæfileika til að gæða lífi
það sem smátt kann að virðast og einkan-
lega að meta hinar góðlátt broslegu hliðar.
Hann kemur víða við; stíll hans er lipur og
málið blátt áfram og kjarngott; fyndnin
rær ævinlega undir og er handleikin af
mikilli hógværð og kunnáttu. Svo eitthvað
sé nefnt fjallar bókin um stuðið, sem frægt
hefur orðið, skarfa, forboða, bindindi, við-
horf manna til barna sinna og barna til for-
eldra, réttlætið, fjármál og ótalmargt fleira.
Ekki veit ég hvort Stefán fréttamaður er
sér meðvitandi um hve þörfu hlutverki
þættir hans gegna innanum garg útvarps-
ins, en af innihaldi þeirra má ljóst vera að
honum er eitt atriði hvað hugleiknast mála
— og það rækir hann af fullum trúnaði;
en það er einmitt eitt af höfuðeinkennum
Krossfiska og hrúðurkarla, skýtur þar upp
kollinum innanum launhæðnar og hnyttnar
hugleiðíngar um menn og málefni, kannski
kúltúrræktina á Akureyri, stuðið eða hljóð-
villuna (feitur hrútur hét Spekíngur vegna
þess hve mikið spek var á honum, en ef um
var að ræða spekíng á borð við Njál, þá
var hann spekíngur að veti: „en miklu
heldur vil ég hlusta á hana í ómenguðu lif-
andi alþýðumáli en á stafrófskversframburð
leiksviðsorðbragðs, sem hvorki fellur að
nýtilegri hugsun né ærlegri tilfinningu og
er ekki íslenzka".) Það má tína saman úr
ýmsum stöðum klausur um þetta viðfángs-
efni Stefáns og láta sem ein sé: „Sízt ber
að lasta viðleitni fólks til menningar. Og
það er góðra manna háttur að halda uppi
sóma síns byggðarlags og prýði þess: Ef
fjöll eru þar hærri en annars staðar, eða
brattari, má vel tilgreina það. Ef þar finn-
ast sjaldgæfar bergtegundir. Finnist þar
berjaland gott. Séu kýr einkennilega hyrnd-
ar. Stúlkur fríðar. Knattspymumenn góðir.
422