Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 153
UMSAGNIR UM BÆKUR
Finnist sérkennilegur hálfviti í sveitinni,
og hvað eina annaS má til tína þar sem
skortur er stórmerkja" (bls. 11—12). „Sér-
stæS menning verSur til meS undarlegum
hætti, kannski eins og holtasóley upp úr
hrjóstrugum mel. Og ef viS líkjum kúltúrn-
um viS einhverskonar flík, þá verSur það
smáband, sem hún skal ofin úr, ekki rakið
með handafli úr lyndisþáttum sérstæðra
skapgerðarmanna í bænum, heldur er það
spunnið úr þeim dúni, sem lykur um sjálft
hugskot alþýðunnar og gerir viðmót henn-
ar hlýtt og ljúft“ (bls. 10—11). „Kúltúr-
postulum okkar hættir til að ruglast á ís-
lenzkri menningu, sem að mestu leyti grær
við fyrmefnt atlæti náttúruafla (þ. e. að
draga þorskanet í 20 stiga frosti, slíta öll
bólfærin í kolvitlausu veðri og að brjóta
klakann frá vitum sér í grenjandi vetrar-
byl) og er því harðangursjurt, og túlkun
hennar, sem mestanpart fer fram í ein-
öngruðum húsum á hitaveitusvæði í
Reykjavík, framin af mönnum, sem aldrei
hafa séð til hennar nema gegn um gler en
sumir aðeins heyrt hennar getið í lofræð-
um, sem þeir skildu ekki“ (bls. 137).
Hér er um að ræða líftaug Islendínga um
aldir: alþýðumennínguna. Það er náið sam-
band höfundar við alþýðumennínguna sem
ræður gildi bókar hans og útvarpsþátta; og
bókin og útvarpsþættirnir eru til vitnis um
að þetta marglofaða fjöregg vort er enn við
lýði — og meiri þörf nú en nokkru sinni
fyrr að að því sé hlúð.
Þorsteinn frá Hamri.
MÁL OG MENNING
Fyrir skömmu er komin út þriðja félagsbók þessa árs, Hákarlinn og sardínurnar, eftir
Juan José Arévalo, fyrrum forseta í Guatemala. Áður voru útkomnar: Sagnaskemmtun Is-
lendinga eftir Hermann Pálsson og þriðja bókin í myndlistarflokki Máls og menningar:
Manet. Fyrsta bók næsta árs er fjórða bindið af Mannkynssögu Máls og menningar. Fjall-
ar það um tímabilið 1650—1789 og er Bergsteinn Jónsson höfundur þess. Má búast við að
það komi út í marz eða apríl.
423