Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar
kreon: Þér öldungar! Enn hafa guðir greitt oss för
í gegnum stríðsins boðaföll í trygga höfn.
Því hef ég yður, einum minna þegna, stefnt
til þings, að mér var kunnug orðin yðar tryggð
við lög vor, meðan Lajos hér að ríkjum sat,
og þá er Odípús af hyggju hafði treyst
vom hag, og sjálfur hélt til móts við örlög sín,
hlaut konungsættin ei að síður yðar fylgd.
Og þarsem báðum sonum hans hinn sama dag
var svipt á brott, er hvor á annan eggjar bar,
og flekkast lét af bróður-dreyra bróður-hönd,
tók ég, sem næstur arfi stóð, við konungstign
og hlaut þau mannaforráð, sem ég síðan nýt.
En enginn prófsteinn kannar kenndir nokkurs manns
né hugarfar og skapgerð, fyrr en færi gefst
að sjá hann iðka stjómarstörf í valdasess.
Og sú var löngum hyggja mín, að hver sem fer
með hæstu völd síns lands, og ekki kostar kapps
að leita beztu ráða, óttast eftirköst,
og skortir mála-dj örfung, sé alls duglaust grey.
Og sá er verstur heigull, sem við hag síns lands
bjó vinum sínum skálkaskjól. Þar kalla ég
hinn skyggna Seif til vitnis, ef mér byði’ í grun,
að háski nokkur gæti grandað minni þjóð
og yfir vofði, viki ég þar skjótt til máls.
Og enginn sá, sem véla vill sitt föðurland,
skal hljóta mína vinsemd. Eitt er víst: vor borg,
hún er vor sanna gæfu-gnoð, og aðeins þá
er gott til vina, þegar segl er sátt við kjöl.
Slík er mín stjómarstefna vorri þjóð í hag.
Og samkvæmt henni hef ég kunngert skipun þá
um Ödípúsarsonu, sem þér heyrið nú:
Sem Eteókles frækinn féll í vígamóð
til bjargar vorri borg, skal honum útför gerð
sem hetju þjóðar vorrar með þeim virðuleik
og þeirri sæmd, sem hreysti og drengskap hæfir bezt.
Að hinu leyti Pólíneikes, bróðir hans,
232