Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 11
Antígóna
KÓR:
KREON:
KÓR:
kreon:
kór:
KREON:
kór:
kreon:
Hann snýr á
VÖRÐUR:
sem kom úr útlegð, alráðinn að vinna grand
og grimmum logum farga sinni föður-borg
og ættar-hörgum, hæða sinna frænda blóð,
og keyra svo sitt sifjalið með beiskri smán
í þrældóms haft, hann hvorki legstað hljóta skal
né útför eða neins manns söknuð; svo býð ég.
Hann skal án moldar liggja; höggvi hrafna-mor
hans hræ! og það er sjón sem alþjóð vekur geig.
Sé spurt um mína vild, er víst, að aldrei skal
svart níðings-geð á góðan drengskap skuggum slá.
En hver sem þjónar sinni borg af heilum hug,
iskal af mér þiggja lífs og liðinn háa sæmd.
Þú, Kreon Menekeifsson, hefur felit þinn dóm
urn vin og fjandmann föðurlandsins. Vilji þinn
skal fram, og vald hans nær til hinna dauðu, jafnt
og hann er oss, sem ennþá lifum, lagaboð.
Þá gætið þess, að enginn brjóti boðorð mín.
Á yngri herðar mun sú byrði betur lögð.
Um líkið hef ég þegar skipað valinn vörð.
Hvort þóknast þér að leggja fleira fyrir oss?
Að forðast vitorð allt með þeim, sem óhlýðnast.
Er nokkur þvílíkt flón að fala dauða sinn?
Víst er það dauðasök; en seyrin gróðavon
varð löngum til að draga í glötun margan mann.
brott. Vörður kemur á sviðið frá hlið. Kreon dokar fyrir hallardymm.
Minn herra, ég fer ekki’ að þykjast móður mjög
af því ég hafi hlaupið allt hvað af tók. Nei,
ég nam oft staðar, satt að segja, til þess eins
að skoða hug minn betur, beið, og sneri við
og sagði við mig sjálfan: „Vilt þú, vesalt fífl,
svo hröðum skrefum sækja sjálfs þín refsidóm?“
en anzaði: „Jú, auli, fljótt! Ef fregnin sú
nær eyrum kóngs af annars munni, verður fátt
til varnar þínum vesaling.“ Og þennan seim
dró ég og velti vöngum, svo ég bæði hljóp
og fór mér hægt. Nú, hingað er ég kominn samt.
233