Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og men ningar
samfélagi, sem ég tilheyri, hafa sumar bækur mínar selzt í 7000 eintökum á
fyrsta mánuði eftir útgáfu, sem er athyglisverð tala í samanburði við þá
sem Faulkner nefndi.
Meðal rithöfunda smárra samfélaga er sú hjátrú landlæg, að ef bækur
þeirra kæmu út á máli stórþjóða, hlytu þeir að seljast í tröllauknum eintaka-
fjölda, hljóta há ritlaun og fara að lifa í rnunaði; í stuttu máli, þeim mundi
greiður gangur að afskræmislegri heimsfrægð kvikmyndastjarna, geimfara,
poppsöngvara og hnefaleikara. Svona hillingar eru ekki til annars en auka á
þá innri erfiðleika, sem þessir rithöfundar eiga við að stríða, og hræddur er
ég um, að það mimdi fljótlega renna af þeim ef þeim tækist að brjótast út úr
núverandi ástandi. Svo vill til, að ég er ekki með öllu án reynslu í þessum efn-
um. Jafnvel ein saman vandkvæðin á því að finna þýðendur að ritverki úr
litlu málsamfélagi eru oft þvínær óyfirstíganleg. Þrír fjórðu af þeim rúmum
40 málum og löndum þar sem bækur eftir mig hafa verið gefnar út, hafa
ekki aðstöðu til að fá textana þýdda úr frummálinu. í Englandi og Ameríku
er talsverður hópur fræðimanna sem hefur lært fornnorrænu og hafa um
leið góða kunnáttu í nútíma íslensku; margir þeirra ráða auðveldlega við
hvers konar íslenska texta. í Frakklandi hafa verið til einn eða tveir. Vestur-
þýskaland verður að deila kröppum kjörum í þessu efni með risaveldum Asíu,
Kína, Indlandi og Japan, þó íslenska sé eina germanska málið, sem hefur
átt sér gullöld klassískra bókmennta. Þegar sagt er á titilblaði í hinum ótelj-
andi þýsku útgáfum bóka minna, að bækurnar séu þýddar úr íslensku, ætti
að standa: „úr íslensku um sænsku og dönsku.“ I Austurþýskalandi er einn
maður, sem kann að þýða íslenskan bókmenntatexta á þýsku. Á Spáni er einn,
einn í Ungverjalandi, tveir í Tékkóslóvakíu, fimm eða sex í Rússlandi og að
sjálfsögðu nokkrir á Norðurlöndum. Aðrir heimsbúar verða að meðtaka ís-
lenska texta selflutta gegnum þrjár eða fjórar þýðingar.
Rithöfundur úr litlu málsamfélagi er yfirleitt vís til að taka hvaða boði
sem er um þýðingu bóka sinna á tungu stórs samfélags; meira að segja greiða
sjálfur þýðingarlaunin þó þau séu uppsprengd. Þegar þýðingunni er lokið,
blasir stærra vandamál við og það er að finna einhvern til að gefa þýðinguna
út. Málið getur auðveldlega tekið hörmulega stefnu. Handritið gengur svipu-
göngin milli útgefenda. Eftir nokkur ár er ekkert líklegra en allir umtalsverðir
útgefendur í því landi, sem þýðingin var ætluð, hafi neitað að gefa hana út.
Að lokum kann einhver ómerkingur í útgefendastétt ellegar eitthvert lítt
þekkt menningarfélag að bjóðast til þess að gefa bókina út undir sínu nafni
með því skilyrði að höfundur greiði prentkostnaðinn. Um það bil sem til-
274