Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 146
Tímarit Máls og menningar til greina og rannsakað af fyrnefndri rannsóknarstofu. Sakir vísindagildis sem stofnunin taldi þessa rannsókn mundu hafa með tilliti til fornleifarann- sókna í íslenskri sagnfræði, var verk þetta, sem ella mundi hafa kostað of fjár, framkvæmt án þess greiðsla fyrir ómakið væri þegin af hálfu þjóð- minj asafnsins. Ég leyfi mér á þessum stað að þakka þeim sómamönnum P. V. Glob forstjóra þjóðminjasafnsins danska og H. Tauber eðlisfræðíngi, vísindamanni þeim er rannsóknina framdi, fyrir ósérplægið framlag þeirra í þágu íslenskrar sögu. Einsog fram kemur í skjalinu frá Kulstof-14 dateringslaboratoriet er bein þetta leifar fomrar mannvistar í Surtshelli. Það ber vott um að nautpeníngs- eldi hefur verið stundað af íbúum hellisins á árunum í kríngum 940 e. Kr. (100 ár af eða á). Af fyrskrifuðum grjóthleðslum með íauknum eldstæðum (eftilvill tjaldbúðarveggir?) sem nú liggja undir skemdum í hellinum, ásamt beinahrúgunni sem varð mönnum að orðtaki um lángan aldur og enn sáust merki hennar fyrir tuttugu árum, má álykta að hér hafi ekki verið tjaldað til einnar nætur, heldur hafi menn búið hér leingi, má vera frá frumtíð landnáms. Varla hafa annarstaðar um Borgarfjörð verið aðgeingilegri veru- staðir fyrirbúnir snauðum skipamönnum er þángað rákust austanum haf. Þónokkurn árafjölda hefur þurft til að koma nautpeníngsstofni á legg útaf örfáum einstaklíngum þessara gripa sem unt var að færa híngað með sér á smáskipum 9undu og lOundu aldar, næfurþunnum á byrðínginn þó meist- aralega samsett og smíðuð, einsog norrænir menn höfðu þá til hafferða. Samskonar skip voru veidd uppúr Hróarskeldufirði fyrir skemstu og hafa nú verið látin til sýnis í þartilgerðum skýlum við fjörðinn. Hraunið kríngum Surtshelli hefur ugglaust verið viði vaxið að upphafi landnáms og kvisthagi handa nautpeníngi og öðrum búsmala árið um kríng. Surtshellir og umhverfi hans var fjarri því að líkjast útileguplássi einsog síðari alda þjóðtrú hefur viljað gera hálendi íslands, heldur lá í miðri bygð. Þá voru ekki aðeins bæir settir undir hlíðum fjalla fremst í Borgarfirði, heldur bygt hærra á land upp en nú. Til að mynda bygðist túngan milli Geitár og Hvítár á frumtíð landnáms. Reykjaholtsmáldagi 1185 ku nefna plássið „Geitland með skógi“; ekki ósennilegt að kórrétt útleggíng nafnsins væri „geitfjárparadís“. Annað mál er það að bygð ból á öræfamótum, einsog Geitland er, hafa snemma lagst af aftur og ekki lifað um þau önnur nrinníng en sú sem leynast kynni í einu örnefni. Gróðurinn í þessum köldu uppsveit- um hafði ekki undan hinni spillandi hendi mannsins — og hefur því miður 368
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.