Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 13
Antígóna
KÓR:
kreon:
slS hlýða, það var háski vís. Hann mælti svo:
„Nú hljótum vér að hraða för á konungs fund
með þessa frétt, sem fráleitt er að verði leynt.“
Það leizt oss ráð, og var nú hlutum varpað næst,
og hlutur minn, — ég, óláns grey! — jú, upp kom hann.
Svo hér er ég, jafnt móti skapi mér og þér;
því enginn hlær við þeim, sem flytur fregn um slys.
Sá grunur, herra, kom á kreik í brjósti mér,
að hefðu hér að verki verið goðin sjálf.
Þögn! Yfir slíkum orðum vofir reiði mín.
Þar talið þér sem gömul flón og elliær.
Hve fráleit regin-firra! hversu guðlaust hjal!
Hvort skyldu réttvís goð með gælum leiða hug
að hræi þessu! meta mikils vafalaust
og verpa mold, sem bjargvætt lýðs og lands, þann dólg
sem til þess kom að brenna byggðir, ræna hof
og brjóta hvert það vé sem vemdar lög og sið?
Skal telja goðin einkum elsk að níðingum?
Nei ónei! Hér í borg var löngum flökkur sá,
sem fótum tróð af kergju hvert mitt boð og bann;
á laun þeir hrista höfuð, reigja þrjózkan háls
við oki sínu og mögla fast gegn minni stjórn.
Hér hafa þeir, það sé ég gjörla, getað teygt
með mútum sína leiksoppa til lagabrots.
Gull, gull, sú bráða bölvun, plágan þyngst af þeim
sem þjaka vora jörð! það brýtur borgarmúr,
og veldur hrani ríkja, flæmir frjálsan þegn
frá heimkynnum í útlegð, egnir hreina sál
og dyggðum prýdda til að fremja firinverk.
Það kennir lygð og klæki, semur þj óð í sátt
við eigin smán, og sýknar guðlaust hugarfar.
En áður yfir ljúki, bítur sekan sök,
og þeim sem lét sig falan, gerist gróðinn dýr.
ViS vörðinn:
Nú skaltu hlusta vel! Ég sver við Seif, mitt goð
og himna-drottin, það skal yður öllum gert
235