Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 41
kór:
kreon:
SENDIBOÐi:
kreon:
SENDIBOÐi:
kreon:
SENDIBOÐi:
kreon:
Sjá, Hades magnast við' hverja fórn;
nú heimtar hann mig!
Þú, hoðberi feigðar! hvað flyturðu mér
af feiknstöfum enn ?
Ég — fallinn nú þegar! — þarf ekiki meir.
Æ, þetta, sem nú
kom síðast, nei, vinur, hvað sagðirðu þar?
Hann sonur minn hér!
og hún! — Ó, þú Dauði! skal hlóð heimta blóð?
Miðdyr hallarinnar opnast, og lík Evrídíku kemur í Ijós.
Hér mátt þú líta, nú er ekki’ á neinu dul.
Vei mér!
Þar blasir við mér aumum annar harmur nýr!
Hvað getur orðið mér til mæðu héðanaf ?
Nú hef ég vart á nábeð lagðan látinn son,
er óg má einnig augum líta annað lík.
Ó, veslings móðir! veslings barn! ó, sonur minn!
Hún hneig að hússins fómarstaili stungin hníf;
og áður brostin augu luktust, grét hún sárt
hið fræga tjón síns fyrra sonar, Mekareifs,
og þá að nýj u þennan, og að lyktum bað
þér bölbæna sem banamanni sonar síns.
Ó!
í angist spyr ég: Er enginn sá vinur,
sem eggþunnan brand
í brjóst mér vill reka af hollum huga?
Ó, hatramma neyð!
Sem hldkkjafangi ég hlekkjum fjötrast
við hörmung og kvöl.
Við fjörbrot þuldi’ hún formælingar yfir þér,
sem ættir sök á sínum dauða jafnt og hans.
Til hverra ráða tók hún til að fara sér?
Með eigin höndum rak hún hníf í hjartastað,
þá er hún spurði grimman dauða sonar síns.
Já, þessa sök enginn annar ber
en aðeins ég!