Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 119
Bréf frá París
eða spönsku dönsunum, eða af málverkunum í Louvre eða af Café de París,
eða af grísettunum, fyrren þú ert búinn að segja mér eitthvað úr kamrinum,
af löndunum, að heiman frá Mjóna o. s. fr. Eptir á að hyggja, hvernin er
rómur gjörr af „Sögubrotunum“ mínum, og hvemin heldurðu að mínar
aktiur standi á Hafnarslóð?
Vertu nú sæll og blessaður og minstu oft í huga þíns minnisgóða
Gríms Þorgrímssonar
E. S.
Heilsaðu Finni Magnússyni frá mér og segðu hönum að í fyrra dag hafi
þessi góði herra Bédolliévre (avocat á la cour royale á Paris) komið til mín
og tekið handrit hans, án þess að gjöra svo mikið sem segja „merci“ eða
„mangetak“, og sagt mér að gyðingurinn Adler, sem er hér, hafi lofað sér að
hjálpa sér með það. Gyðíngurinn var nefnilega, einsog siður er til ámeðal
gyðínga, búinn að bjóða sig framm laungu áður enn bréf Finns kom, og
mannfýlan franska gat ekki skilið að úr því Finnur Magnússon sendi mér
handritið ætlaðist hann til að eg skyldi bjálpa honum með að snúa því, og
hafa þaraf það gagn, sem eg gjæti.
Eg er annars ofur daufur í dálkinn í dag, því Bjelke gaf mér að borða í-
gær hjá Vefour í Palais Royal og eg er ekki búinn að melta það ennþá. Vertu
sæll þinn —
5. Parísarborg þ. 4ða Janúar 1847.
Brinjólfur minn! Það er ekki öll eilífð síðan eg fékk bréf frá þér, en þá
varstu ekki búinn að fá pistilinn, sem eg reit þér með kamarjúnkur Bjálka
(veslíngur misti föður sinn, áður enn hann náði að ríða í garð). Eg býst
bráðum við svari uppá þann pistil því eg vil hafa orðu í pappírunum. — Eg
verð að byrja með afsökun einsog þú, og það er að mér hefir af hirðuleys-
inu gamla legist eptir að skrifa Suhr til, en hérna hefurðu bréf til hans, sem
þú gerir svo vel og færa honum, þegar þú ert búinn að lesa það og loka því.
Illa gekk Íslendíngunum til Artium, og sannarlega furðar mig á því að Eyrík-
ur Jónsson skyldi ekki fá laud. Heilsaðu honum samt kjærlega frá mér, þó
aungva hafi eg ennþá fengið kveðjuna frá honum. Hvað hefur hann að lifa af
kallinn, hver styður hann eða er hann stuðníngslaus. Eg býst við þér muni
ekki lítast neitt sérlega á herra B. Gröndahl alias Egilsen, hann er einn af þess-
um hökuleysíngjum, sem Lavater sáluga var svo illa við. Sjálfur hef eg verið
341