Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar
véfréttax um hagi sína, Fær hann þau svör, að snúi hann heim til ættborgar sinnar, muni
hann verða föður sínum að hana og kivamast móður sinni. Iiann þorÍT því ekki að
hverfa oftur til Korintu, en heldur til Böótín. Á ferð sinni um einstigi nokkurt mætir
hann manni allskörulegum, og vill hvorugur fyrir öðrum víkja. Berjast þeir, og fellir
Odípús andstæðing sinn. Um síðir lá leið hans til Þebu. Réð hann gátu Svinxar og
leysti með því borgina úr illum álögum. Var hann þar til konungs tekinn, er fall Lajosar
spurðist og gekk að eiga Jóköstu ekkju hans. Þau Odípús eignast tvo sonu, Eteókles og
Pólíneikes, og dætur tvær, Antígónu og ísntenu. Nú dundi yfir Þebu skæð drepsótt. Af
véfrétt mátti ráða, að eigi mundi linna fyrr en Lajosar væri hefnt. Lét því Odípús einskis
ófreistað til þess að rekja örlög hans. Loks kvaddi hann til hinn aldna spámann Teires-
ías og gekk hairt á hann um skýr svör. Fór svo, að Teiresías lýstd Ödípús sjálifan bana-
mann Lajosar. Kom þá í ljós, að smalamaður konungsins í Korintu hafði fundið á fjalli
son Lajosar, þann er út var borinn, og fært hann konungi sínum, sem var barnlaus. Ólst
hann síðan upp sem konungssonur í Korintu. Þegar Odípús komst að raun um þá
bölvun, sem yfir hann hafði dunið, að hann hafði banað föður sínum og gengið í hjú-
skap við móður sína, þá sleit hann úr sér augun og dæmdi sig blindan í útlegð; en Jó-
kasta fyrirfór sér í örvæntingu. Dætur sínar fól Ödípús á hendur Kreoni, bróður Jóköstu,
en Antígóna neitaði að yfirgefa föður sinn í slíkum nauðum og fylgdi honum í útlegð-
ina. Nú kom upp ósætti með þeim bræðrum Ödípúsarsonum, og lauk svo, að Eteókles rak
Pólíneikes í útlegð. Flýði Pólíneikes til Sikíonsborgar og gekk að eiga dóttur konungsins
þar. Réðst hann síðan með liðsinni höfðingja í Argosborg gegn Þebumönnum, en Arg-
verjar fóru halloka og lögðu á flótta. I þessari viðureign urðu þeir bræður hvor öðrum að
bana. Tekur nú Kreon við völdum í Þebu og fellir þann dóm fyrstan, að landráðamann-
inum Pólíneikesi skuli meinuð greftrun, og hver sem það bann brjóti, skuli lífinu fyrir
týna. Af trúarástæðum var dómur þessi miklu skelfilegri en virzt gæti nútímamönnum,
því þar var sálarheill hins látna í veði.
Leikur Sófóklesar um Antígónu hefst á því, að hún biður systur sína liðsinnis að
greftra lík 'bróður síns.
Grísku leikskáldin sömdu verk sín á bundnu máli, sem átti rætur að rekja til blótsiða
með söng og dansi. Um formsatriði þykir sumt á huldu; en ljóst er, að bragarháttur
var að jafnaði jambiskt hexametux (sex öfugir tvíliðir í ljóðlínu án tilbrigða), þó að
einnig kæmi til annað bragform, einkum í kórþáttum. Málfar og stíll var i hátíðlegra
lagi og tíðum fomlegt nokkiuð. í leikjum þessum hafði kór mikilvægu hlutverki að
gegna, ýmist sem þátttakandi í viðræðum eða sem nokkurskonar millileikur, sem jafnvel
gat brúað bil í tíma, ef svo bar undir. Kórinn kom því stundum á sinn hátt í stað for-
tjulds, ám þess iþó að rjúfa leikinn.
Frá leikritum og leiksviðum Fom-Grikkja liggur óslitinn ferill framtil vorra daga.
Um gríska leikmennt hefur nokkuð verið ritað á íslenzku, og er þar fyrst að nefna prýði-
legar ritgerðir dr. Jóns Gíslasonor.
Þýðing sú, sem hér birtist, er gerð fyrir Leikfélag Reykjavíkur til flutnings á leiksviði
í fomlegum ljóðstíl. Iiún er ekki gerð úr frummáli, heldur eftir erlendum ljóðþýðingum,
og með hliðsjón af hinni vönduðu lausamálsþýðingu dT. Jóns Gíslasonar.]
226