Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 45
Halldór Laxness
Staða rithöfundar í litlu málsamfélagi
Þeir harma inest hlutskipti sitt, sem eiga lífsafkomu sína undir örlæti nátt-
úrunnar, ef ekki beinlínis undir guðlegum innblæstri, svo sem bændur, sjó-
menn og rithöfundar. Bóndinn mun halda því fram, að þó lömbin kunni að
lifa af vorharðindin sé ekkert líklegra en einhver uppákoman fari með rófurn-
ar í haust. Fiskimennirnir segja, að það kunni að vera talsvert af síld og öðru
smáfiski í sjónum núna, en flyðrur, eins og voru hér áður fyrr, á stærð við
kú, finnist ekki lengur. Rithöfundar segja, að ekki sé lengur rúm fyrir inn-
blástur í þessum heimi (en ekki gefst tími til að ræða það hér). Alvarlegra er,
að höfundarlaun eru ekki mikið að státa af nú á dögum. Utgefendur eru
metnaðarlausir fyrir hönd rithöfunda sinna, auglýsingar bóka eru fáar og
strjálar, gagnrýnin full af illgirni. Þeim er ekki ætlað að hreppa stóra vinn-
inginn né komast á metsölubókalistann. Vissulega má hitta á bjórkrám rit-
höfunda sem segja frá stórum tékkum, sem þeir fái frá útgefendum um allan
heim, en það er segin saga, að slíkir rithöfundar geta ekki sjálfir borgað
bjórinn sinn. Eftir minni reynslu er nákvæmlega sama viðkvæðið í stórum
málsamfélögum sem smáum — en einu hinna síðarnefndu tilheyri ég sjálfur.
ísland er raunar eitt hinna minnstu samfélaga, sem eiga sér eigið mál og
bókmenntir. Þó aðeins 200 þúsundir manna skilji þetta mál, er það ekki
minnihlutamál, því á íslandi er ekki talað annað mál. Lega landsins dregur
markalínuna með því landið er eyja miðja vegu milli Eystrasalts og Hudson-
flóa. Við berum að gamni stærð þjóðarinnar saman við Bandaríkin, sem
hafa 200 milljónir íbúa, út úr því kemur falleg hlutfallstala, 1 á móti 1000.
Þegar við missum einn mann á sjó, jöfnum við því við 1000 menn fallna í
Bandaríkjunum.
Fyrir nokkrum árum gafst mér tækifæri til að fletta félagaskrá rithöf-
undafélaganna tveggja á Islandi, vegna verks sem ég var að vinna fyrir sænsk-
an útgefanda. Vinur minn einn, sem þurfti af embættisástæðum að vita um
kjör þeirra manna flestra sem á skránum voru, leiðbeindi mér við athugun
267