Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar leiðandans er jafn gjörólík aðstöðu iðnrekandans og hún er, og — það sem enn meiru varðar — þegar aðstaða lesandans er alls ekki sambærileg við aðstöðu annarskonar neytenda almennt? Því að það að kaupa bók er í bezta falli aðeins fyrsta skrefið í þá átt að „neyta“ hennar; og flestra bóka er neytt, þ. e. þær eru lesnar, án þess neytandinn hafi keypt þær; lesendumir hafa fengið þær léðar hjá kunningjum sínum eða úr bókasafninu, ellegar þegið þær að gjöf. í mínum þankagangi fyrirfinnst ekkert svar við spurn- ingunni, og svar Adomo skildi ég aldrei fullkomlega. Þess vegna er niður- staða eigin reynslu allt og sumt, sem ég get til málanna lagt. Hugleiðingarnar um fjárhagshliðar bókmennta og lista kunna að hafa vakið undrun og skelfingu þeirra sem skipað höfðu listinni í sess glataðrar guðstrúar. Ég hafði þó haldið þeir væru flestir dauðir fyrir löngu. En þótt svo þeir fái að hvíla í verðskulduðum friði, þá er það viðhorf að öll skapandi framleiðsla eigi sér efnislegan grundvöll hvorki nýtt né byltingarkennt — néheldur sérlega marxistískt. Marx og Engels höfðu fátt að segja um „list sem verzlunarvöru“. Á þeim fáu stöðum í verkum þeirra þar sem vikið er að því efni, eru áhrif auðmagnsins, sem „spilla jafnvel dýrustu verðmætum mannkyns“, yfirleitt hörmuð — á mjög svipaðan hátt og Timon harmaði slíkt, hetj an í eftirlætisleikriti þeirra Marx og Engels. Þessi afstaða er næstum hjartnæm, en hún orkar þó á mig fremur sem rómantík rúin blekkingunni en sem allsgáð efnishyggja. Svo ég einbeiti athyglinni að bókmenntum einum og leiði hjá mér önnur svið listar, þá er ógjörningur að hafa hinar fjárhagslegu hliðar bókmennt- anna að engu: Hvað sem þær eru nú, þá eru þær einnig meiriháttar mark- aður og að baki honum stendur iðnaður út um allan heim. Þegar maður hefur á annað borð gert sér grein fyrir þessu, kemst maður ekki hjá því að finnast markaðurinn nokkuð torkennilegur, því að lögmál framleiðslu og eftirspurnar gilda þar ekki á sama hátt og varðandi annan neyzluiðnað. Svo að talað sé umbúðalaust: Eftirspurn eftir bókum er ærin, beint og óbeint (sjónvarp, kvikmyndir, dagblöð, tímarit gætu ekki þrifizt án þeirra), en þó að enginn hörgull sé á framleiðslu — þá er fjarska lítið upp úr þessum fyrirferðarmikla iðnaði að hafa. Ef einhver sá sem að honum vinnur hefði lagt kunnáttu sína, gáfur og getu í framleiðslu bíla eða í fasteignasölu, myndi sá hinn sami nú vera stórum mun stöndugri en hann er. Ég býst við, að þannig sé þessu farið í öllum löndum, þó að ég sé gagn- kunnugur þessu aðeins í Vesturþýzkalandi, þar sem nýr milljónamæringur bætist við í viku hverri (eftir því sem ég les í blöðunum). Ég læt mér ekki 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.