Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 118
Tímarit Máls og menningar
svo laglega í níödrápu sinni Curse of Minerva (Byron lét aö auk höggva á
Parthenon-kapelluna þessa innskrift: „Quod non fecerunt Gothi, hoc fecerunt
Scoti“ því lorð Elgin var skotskur að faðerni og tók, einsog þú veitst, Parthe-
nonfrísen og flutti til London, og þar er hún nú vel gevmd í British Museum).
Nú muntu finna í dispútatíu minni, að eg hef forsvarað lorð Elgin, og sagt
að hann egi fremur þakkir skilið enn hitt fyrir verk sitt. Þetta hefur Frye,
sem eg hef gefið dispútatíu mína, sagt Lady Elgin, og hvað viltu hafa það
meira, eg er boðinn og velkominn hjá henni á hverjum föstudegi. Þú getur
nærri, hvað hún hefir farið laglega að mér; mn daginn kom Frón til tals, og
spurði hún mig um hvernin upplýsingu okkar væri varið, þóktist hún hafa
heyrt að við værum þjóða upplýstastir; eg kvað já og svo við því, enn sagði
að við hefðum skort á samlífi og værum því ekki svo liprir sem vera skyldi
í samkvæmum. Veitstu hverju hún svaraði: „Það er öldúngis einsog hjá
okkur á Skotlandi“. Eg gleymi henni það aldrei, því það vottaði að hún vill
hvetja minn daufann samkvæmishug. Bjelke hefir annars lofað mér að leita
þig upp hjá Mjóna og segja þér að sunnan af Grími og lífi hans. —
Kunníngi blessaður farðu í A. F. Höst fyrir mig og fáðu hjá honum ein 6
Expl. af bókinni minni mn Byron, farðu framvegis í Skouboe og fáðu hjá
honum ein 4—5 expl. af bókinni minni um franska skáldskapinn. Biddu Höst
framvegis um að senda mér þetta þegar hann sendir bækur til Frakklands.
Reyndu framvegis til að útvega mér 2—3 expl. af „Sagabrudstykker" og
ræðunni m. um Island. Eg hef skrifað Finni til um að bjóða Höst fyrir hönd
Major Fryes 100 expl. af útleggingu hans yfir Öehlenschl. „Nordens Guder“,
(Gods oj the North) uppá ársreikning og hæðsta bóksölumansábata, ef
Finnur skyldi gleima því, þá skaðar ekki að þú ámálgir það áný. Mintu Höst
sömuleiðis á það sem De la Roquette bað mig um að útvega sér hjá honum.
D. 1. R. er sömuleiðis mér ofurgóður, þó vill hann brúka mig, meir enn mér er
um. Gaimard er ennþá ekki kominn aptur, svo af honum hef eg ennþá ekkert
gagn haft. Bjelke verðurðu að vera góður við, því hann hefur verið mér ofur
þægilegur og er eflaust það sem við köllum á íslendsku „góður drengur“.
Hvernin líður ykkur annars góðir hálsar, hvernin hefur Phílistunum gengið
og hvernin rússunum. Það er satt eg óska þér til lukku með bróður þinn, sem
eg sé af Berlíngi að orðinn er alþíngismaður; sömuleiðis samgleðst eg þér
fyrir hönd sýslumansins í Skaptafellssýslu. Hvernin líður Konráði kallinum
etc. svaraðu mér nú bráðum rækilega. Það er ekki að hugsa til að skrifa þér
skemtilegt bréf fyrren þú ert búinn að gleðja mig með laungum og vinsam-
legum pistli. Heldurðu eg fari að segja þér af hertogafrúnni af Montpensier,
340