Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar spennulífshættugarðinn okkar en þar áttum við bú og nutum algerrar frið- helgi. Aðrar helztu minjar kreppunnar var atvinnustétt sem lagði ekki upp laupana fyrr en stríðsgróðinn hreif alla með sér, jafnt lága sem háa. Það voru vinnukonurnar. Svo til hver fjölskylda hafði sína vinnukonu af því að heimilisfeður sem eignuðust stúlkubörn höfðu um það tvennt að velja að gifta þau fljótlega eftir fermingu eða ráða þau í hús. Engum manni datt í hug að mennta dóttur sína, til þess var hún ekki í heiminn borin því skrifað stendur: margfaldizt og uppfyllið j örðina og meira að segj a ég hafði einhvern grun um að til þess þyrfti engan skólabókalærdóm. Um framkvæmd þess máls átti ég síðar eftir að fræðast allítarlega meðan blómstrin uxu í mýrinni. Nóg um kreppuna og ómeðvitað listskyn, en snúum okkur að stríðinu og ástinni. 2. kafli Vinnukonan á neðri hæðinni var nýkomin í húsið. Hún hét Mæja og var hún svo afslöppuð og óíþróttaleg að mér fannst hlyti að vanta í hana raf- magn. Mæja stóðst náttúrlega ekki frekar en aðrar þetta síkvika útsýni yfir kampinn og á morgnana þegar hún hafði búið um rúmin stóð hún alltaf drjúga stund og horfði dreymin niður eftir. I sólskininu gljáði á sveitt bök hermannanna sem mokuðu hvern skurðinn af öðrum. Og mikið afskaplega varð Mæju bilt við þegar þýzkaraflugvél steypti sér allt í einu yfir öll þessi bök og sírenurnar fóru í gang. Hún var svosum ekki ein um að fá sjokk. Við vorum öll rekin niður í kjallara og biðum þar heila eilífð eftir heims- endi. Pabbi var hetjan sem læddist upp að ná í heitt kaffi og teppi. Þetta var alveg eins og í bíó og við börnin nutum hvers augnabliks út í æsar. Hann kom lifandi aftur og rétt um það bil er við fórum að njóta lífsins og drekka kaffið — krakkarnir fengu alltaf kaffi þegar heimsendir var í nánd — gaf sírenan frelsismerkið og allt grínið var búið. Þýzka flugvélin hafði snautað burt en enginn grafari sást í flugvallarskurðunum og Mæja æpti „Jesús“ því hún hélt að þeir væru allir dauðir og hún grét eins og barn. En upp úr þessu hafðist það, og það fannst mér alltaf hljóta að vera Þýzk- urunum að þakka, að hermenn komu á götuhornið og fóru að grafa og hlaða sandvígi. Svo nálægt okkur höfðu þeir ekki verið fyrr og nú gafst tækifæri til nákvæmrar athugunar. Við krakkarnir stóðum allt í kringum þá og í hverri íbúð stóð fönguleg vinnukona og hélt gluggatjöldunum til hliðar. Þeir sögðu halló — og héldu áfram að moka en þegar þeir litu 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.