Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 137
Urn jarðvísindi og jleira
ísland mun vera merkilegt land jarðsögulega. Hver önnur koma þar helzt
til samanburðar? Hvar hejur þér þótt merkilegast að koma, eða hvar er
bezt unnið í vísindagrein þinni utan íslands?
Vissulega er ísland eitt af athyglisverðustu löndum veraldar á ýmsum svið-
um jarðfræði og jarðeðlisfræði, en það er margur annar bletturinn á jörðinni
áhugaverður í þessum fræðum. Þau landssvæði, sem mér hefur þótt merki-
legast að skoða eru Hawaii, Mexíkó, Alasika og Japan og það land, sem ég
helzt myndi kjósa að heimsækja áður en ég legg upp laupana, er Nýja Sjá-
land. Það land þar sem bezt er unnið í minni sérgrein, öskulagafræðinni,
er sem fyrr segir Japan, en það land þar sem ég teldi einna vænlegast að
beita öskulagatímatali í ríkara mæli en nú er gert er Mexíkó, og væri ég
nokkrum áratugum yngri en ég nú er, myndi ég reyna að komast þangað
og til annarra Mið-Ameríkulanda til þess að rekja öskulög þar og kenna
fomleifafræðingum í þeim löndum að notfæra sér þau.
Hver er ojtast kjarninn í háskólafyrirlestrum þínum erlendis? Mér þykir
ekki trúlegt að þú fjallir þar eingöngu um rannsóknir þínar í jarðfrœði,
heldur eigi síður um þúsund ára baráttu íslendinga við ís og elda, eins ogI
samnefnt rit þitt bendir til. Þér finnst ísland hafa sérstöðu og íslendingar
jafnvel einstöku hlutverki að gegna á norðurhveli jarðar?
Hafi ég sjálfur ráðið efnisvali hefi ég fyrirlesið um það, sem ég hefi verið
að rannsaka hverju sinni, en víst hefur barátta þjóðarinnar við eld og ísa
borið oftar á góma, með einum eða öðrum hætti, en önnur efni, því það
hefur löngum verið mér hugstætt. Vissulega hafa íslendingar nokkra sér-
stöðu bæði um mál og menningu og hlutverk þeirra er ekki hvað sízt að
glata ekki þessari sérstöðu.
Eru ekki íslendingar á hraðri leið að glata bœði sjálfstœði sínu og þjóð-
erniskennd, renna inn í stœrri heíld eins og kallað er? Það nœgir ekki að
landið hafi verið gert að erlendri herstöð, heldur er valnsorka þess og aðrar
auðlindir boðnar opinberlega fram á erlendum markaði og auglýstar til sölu
í erlendum stórblöðum. Þar gengur Rannsóknarráð ríkisins og Landsvirkjun
í fararbroddi, œ fleiri sérfrœðingar og jafnvel vísindamenn stara sig orðið
blinda á erlent fjármagn og sjá enga hlið nema efnahagslega á neinu máli.
Eða leitin öll að málmum. Hvílík áfergja að gera peninga úr landinu? Hvað
viltu tam. segja mér um Mývatn og kísilgúrverksmiðjuna þar? Hversvegna
hafið þið náttúrufrœðingar ekki sett himin og jörð á hrœringu til að hindra
þetta skemmdarverk sem auk þess er alþjóðlegt hneyksli?
359