Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
kór:
KREON:
kór:
kreon:
SENDIBOÐI:
kreon:
SENDIBOÐi:
kreon:
hvort hennar skelfda hjarta felur ásetning
í leyndum stað', sem óttast má. Yíst er það rétt,
sú þögn, sem undir farg er bundin, boðar i'llt.
Sendiboðinn fer til hallarinnar.
Sjáið! Kreon! í fylgd hans fer
fálátt vitni, sem sakar hann
þöglum rómi um þunga sök;
þar á hann einn að gjalda skuld.
Kreon kemur ásamt fylgdarliði með lík Hemons.
Ó! fcvöl!
Já þvermóðska vor, sú vitfirring,
er vegur dauðans!
Hér! sjáið hinn vegna! og vegandann,
sem var hans faðir!
Minn vitstola hugur með heift mig rak
í hyldjúpa glötun!
Ó, sonur! á vori þíns verðandi lífs
þín vitjaði feigðin.
Þar á ekki sök þitt óráð, nei einungis mitt!
Nú Ijúkast upp þín augu, þótt um seinan sé.
Vei mér!
Ó, bitra, sanna ratm! Sá reiði guð, sem hóf
sinn ramma knefa hátt, og þungu höggi laust
mitt gneypa höfuð, ginnti mig á villubraut
og niðrí duftið farsæld mína fótum tróð!
Já, feig er auðna dauðlegs manns á vorri jörð!
Sendiboði kemur frá höllinni.
Ó herra, þú ert hlaðinn sorg, og áttu þó
í vændum meira. Þung er þessi byrði þín,
og bíður þó í þínu húsi harmur nýr.
Hvort steðjar að mér meiri sorg en sorgin sjálf?
Þín drottning, staðföst móðir látins sonar síns,
er önduð; blóð í banasári vakir enn.
Ó, skelfing!
262