Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 115
Bréf frá París valla birjað á neinu. Eg veit og ekki hvort eg á að hefja ræðu mína með Montmartre, Place de la Bastille, la Gréve, MUe Rachel, leikurunum Frederick Lemaitre, Grassat, Bouffé, Arnal o. s. fr. eða þá við Notre Dame, Chambre des Deputés, Guizot, Michelet, Toulongeon, (Gaimard.) og stúdentunum, og grisettunum og böllunum og Cancan og Polka, eða þá með brullaupi hert. af Montpensier og spönsku stúlkunnar, Alexandre Dumas og George Sand. Ef þeir rífa þetta bréf upp á landamærunum, einsog þeir hafa vanda til, þá skulu þeir svei mér ekki verða feitari, verst er að þú fitnar ekki heldur við það. Ertu búinn að fá dósirnar, sem meðreiðarmaður únga Moltkes séra Schjötz lofaði mér að færa þér, sé svo þá hnerraðu mér lof og dýrð í næsta bréfi. Dósirnar eru frá Karlsbað. Minn Br! vertu kátur og glaður, meðann þú ert úngur, seinna koma þeir dagar, um hverja eg segi „þeir þóknast mér ei“. Vertu Grími þínum góður og vinsamlegur, því hann er ekki svo phaulos þegar öllu er á botninn hvolft. Spanaðu Finn til að skrifa mér hráðum, og taktu til þakka með pistil þenna, þó liann verði ekki lengri því hann verður kannske lengri, styttri verður hann nefnilega ekki. Þ. 6ta November. Fyrir tveim dögum fékk eg bréf frá Finni, og þarmeð íslandsbréfin mín. Ekkert nýtt, nema veröldin, svo púnktum og klausa þarum. Hefurðu verið í Fontainebleau? Það er ofurlítill bær 17—20 lieues (hérumbil 2 þíngmanna- leiðir) frá París. Þar er í nánd skógur mikill, þarsem konungarnir frönsku voru voldugir veiðimenn í fornöld. Skógur þessi er hálfa þíngmannaleið á hvorn veg, mestalt eikur og greni, sumar eikurnar eru frá tímum Franz fyrsta og Hinriks 4ða af Navarra. Slotið er eitt það stærsta og göfuglegasta (að inn- anverðu, en niðurníðt að utanverðu) sem eg hefi séð veggirnir tjaldsettir með tjöldum frá Gobelin verksmiðjunum, sem þú veitst eru frægar um all- ann heim fyrir glitvefnaðinn sinn. Þar eru langir gángar, sem minna um ást og allrahanda þessleiðis turníment einn heitir t. d. galerie de Diane (til minn- is um Diane de Poitiers vinu Frans hins fyrsta), annar minnir um Gabriele d’Etrées vinu Hinriks 4ð'a. Enn er slotshlaðið, þarsem Napoleon kvaddi líf- vaktina sína, þar er stígi í skeifumind (á frönsku: escalier a fer du cheval) hann stóð þar á tröppunni og grét í seinasta eða fyrsta sinni, eg man ekki hvort heldur. Þar er rúm Napoleons og litla borðið, þarsem hann skrifaði af- sölunarbréfið sitt. Þar manstu líka að það var, að hún Kristín Svíadrotníng lét drepa hann Monaldeschi minn kallinn, og var það íllt verk. — Andskoti leikur Rachel vel, eg hef aldrei á minni æfi heyrt annann eins 22 TMM 337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.