Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 115
Bréf frá París
valla birjað á neinu. Eg veit og ekki hvort eg á að hefja ræðu mína með
Montmartre, Place de la Bastille, la Gréve, MUe Rachel, leikurunum Frederick
Lemaitre, Grassat, Bouffé, Arnal o. s. fr. eða þá við Notre Dame, Chambre
des Deputés, Guizot, Michelet, Toulongeon, (Gaimard.) og stúdentunum, og
grisettunum og böllunum og Cancan og Polka, eða þá með brullaupi hert. af
Montpensier og spönsku stúlkunnar, Alexandre Dumas og George Sand. Ef
þeir rífa þetta bréf upp á landamærunum, einsog þeir hafa vanda til, þá skulu
þeir svei mér ekki verða feitari, verst er að þú fitnar ekki heldur við það. Ertu
búinn að fá dósirnar, sem meðreiðarmaður únga Moltkes séra Schjötz lofaði
mér að færa þér, sé svo þá hnerraðu mér lof og dýrð í næsta bréfi. Dósirnar
eru frá Karlsbað. Minn Br! vertu kátur og glaður, meðann þú ert úngur,
seinna koma þeir dagar, um hverja eg segi „þeir þóknast mér ei“. Vertu
Grími þínum góður og vinsamlegur, því hann er ekki svo phaulos þegar öllu
er á botninn hvolft. Spanaðu Finn til að skrifa mér hráðum, og taktu til
þakka með pistil þenna, þó liann verði ekki lengri því hann verður kannske
lengri, styttri verður hann nefnilega ekki.
Þ. 6ta November.
Fyrir tveim dögum fékk eg bréf frá Finni, og þarmeð íslandsbréfin mín.
Ekkert nýtt, nema veröldin, svo púnktum og klausa þarum. Hefurðu verið í
Fontainebleau? Það er ofurlítill bær 17—20 lieues (hérumbil 2 þíngmanna-
leiðir) frá París. Þar er í nánd skógur mikill, þarsem konungarnir frönsku
voru voldugir veiðimenn í fornöld. Skógur þessi er hálfa þíngmannaleið á
hvorn veg, mestalt eikur og greni, sumar eikurnar eru frá tímum Franz fyrsta
og Hinriks 4ða af Navarra. Slotið er eitt það stærsta og göfuglegasta (að inn-
anverðu, en niðurníðt að utanverðu) sem eg hefi séð veggirnir tjaldsettir
með tjöldum frá Gobelin verksmiðjunum, sem þú veitst eru frægar um all-
ann heim fyrir glitvefnaðinn sinn. Þar eru langir gángar, sem minna um ást
og allrahanda þessleiðis turníment einn heitir t. d. galerie de Diane (til minn-
is um Diane de Poitiers vinu Frans hins fyrsta), annar minnir um Gabriele
d’Etrées vinu Hinriks 4ð'a. Enn er slotshlaðið, þarsem Napoleon kvaddi líf-
vaktina sína, þar er stígi í skeifumind (á frönsku: escalier a fer du cheval)
hann stóð þar á tröppunni og grét í seinasta eða fyrsta sinni, eg man ekki
hvort heldur. Þar er rúm Napoleons og litla borðið, þarsem hann skrifaði af-
sölunarbréfið sitt. Þar manstu líka að það var, að hún Kristín Svíadrotníng
lét drepa hann Monaldeschi minn kallinn, og var það íllt verk. —
Andskoti leikur Rachel vel, eg hef aldrei á minni æfi heyrt annann eins
22 TMM
337