Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 146
Tímarit Máls og menningar
til greina og rannsakað af fyrnefndri rannsóknarstofu. Sakir vísindagildis
sem stofnunin taldi þessa rannsókn mundu hafa með tilliti til fornleifarann-
sókna í íslenskri sagnfræði, var verk þetta, sem ella mundi hafa kostað of
fjár, framkvæmt án þess greiðsla fyrir ómakið væri þegin af hálfu þjóð-
minj asafnsins. Ég leyfi mér á þessum stað að þakka þeim sómamönnum
P. V. Glob forstjóra þjóðminjasafnsins danska og H. Tauber eðlisfræðíngi,
vísindamanni þeim er rannsóknina framdi, fyrir ósérplægið framlag þeirra
í þágu íslenskrar sögu.
Einsog fram kemur í skjalinu frá Kulstof-14 dateringslaboratoriet er bein
þetta leifar fomrar mannvistar í Surtshelli. Það ber vott um að nautpeníngs-
eldi hefur verið stundað af íbúum hellisins á árunum í kríngum 940 e. Kr.
(100 ár af eða á). Af fyrskrifuðum grjóthleðslum með íauknum eldstæðum
(eftilvill tjaldbúðarveggir?) sem nú liggja undir skemdum í hellinum, ásamt
beinahrúgunni sem varð mönnum að orðtaki um lángan aldur og enn sáust
merki hennar fyrir tuttugu árum, má álykta að hér hafi ekki verið tjaldað
til einnar nætur, heldur hafi menn búið hér leingi, má vera frá frumtíð
landnáms. Varla hafa annarstaðar um Borgarfjörð verið aðgeingilegri veru-
staðir fyrirbúnir snauðum skipamönnum er þángað rákust austanum haf.
Þónokkurn árafjölda hefur þurft til að koma nautpeníngsstofni á legg útaf
örfáum einstaklíngum þessara gripa sem unt var að færa híngað með sér
á smáskipum 9undu og lOundu aldar, næfurþunnum á byrðínginn þó meist-
aralega samsett og smíðuð, einsog norrænir menn höfðu þá til hafferða.
Samskonar skip voru veidd uppúr Hróarskeldufirði fyrir skemstu og hafa nú
verið látin til sýnis í þartilgerðum skýlum við fjörðinn.
Hraunið kríngum Surtshelli hefur ugglaust verið viði vaxið að upphafi
landnáms og kvisthagi handa nautpeníngi og öðrum búsmala árið um kríng.
Surtshellir og umhverfi hans var fjarri því að líkjast útileguplássi einsog
síðari alda þjóðtrú hefur viljað gera hálendi íslands, heldur lá í miðri bygð.
Þá voru ekki aðeins bæir settir undir hlíðum fjalla fremst í Borgarfirði,
heldur bygt hærra á land upp en nú. Til að mynda bygðist túngan milli
Geitár og Hvítár á frumtíð landnáms. Reykjaholtsmáldagi 1185 ku nefna
plássið „Geitland með skógi“; ekki ósennilegt að kórrétt útleggíng nafnsins
væri „geitfjárparadís“. Annað mál er það að bygð ból á öræfamótum, einsog
Geitland er, hafa snemma lagst af aftur og ekki lifað um þau önnur nrinníng
en sú sem leynast kynni í einu örnefni. Gróðurinn í þessum köldu uppsveit-
um hafði ekki undan hinni spillandi hendi mannsins — og hefur því miður
368