Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 72
Timarit Máls og menningar skáld fornaldarinnar var kona, hin gríska Saffó. Vantaði hana þó ekki keppi- nautana. Það er sjaldgæft að karl og kona hafi samvinnu um nákvæmlega sama verkefni á bókmenntasviðinu, þannig að hægt sé að gera samanburð. En þetta hefur einmitt skeð á ritferli Sigríðar Einars. Eins og öllum er kunnugt, hóf Karl ísfeld þýðingu á hinum mikla finnska kvæðabálki, Kale- vala. Að allra dómi er til þekktu var sú þýðing bókmenntalegt afrek, snilld- arlega af hendi leyst, þó að ekki yrði henni lokið frá hans hendi, því að Karl ísfeld andaðist áður en hann fékk lokið þessu mikla verki. Þá gerði Sigríður Einars það sem fáir hefðu lagt út í. Hún tók við ófull- gerðu listaverki og vann að því sjálf þar til þýðingu Kalevala var lokið. — Um þýðinguna í heild segir Sigurður A. Magnússon í eftirmála Kalevala- Ijóða: „Þýðing Karls ísfelds er yfirleitt gerð með miklum glæsibrag og vafamál að snjallari þýðing sé til á öðrum tungum að því er snertir hrynjandi og kunnáttusamlega notkun stuðla og ríms. — Karl notar jöfnum höndum inn- rím, hálfrím og endarím, og gefur það verkinu mikla hljómfegurð. — Hef ég lesið kafla úr þýðingunni fyrir finnska vini mína og ljúka þeir upp ein- um munni um að hljómfallið sé nákvæmlega eins á frummálinu.“ Um fullan þátt Sigríðar Einars í þýðingu Kalevala vissi enginn, nema hún ein. Þó er á allra vitorði að síðara hluta Ijóðanna hefur Sigríður Einars þýtt og lokið við. Svo vel hefur hún gengið frá samskeytum þessara miklu ljóða að hvergi sést missmíði á. Þannig hefur hún greypt saman þennan dýr- grip finnskra bókmennta að úr ófullgerðu verki varð listræn heild. Slíkt gera ekki aðrir en sannir listamenn. Undrizt ei þótt kveði ég kvæði, kyrjað söng minn hef ég löngum. Nam ég fátt og frama smáan fékk í æsku, því kenndi græsku. Spakleg orð ég ungur lærði öll af vörum fólks og svörum. frá þeim lærðu lítt ég heyrði, léttur er malur heimaalins. Sigríði Einars var sýndur margvíslegur sómi fyrir hin margháttuðu störf hennar. Hún var heiðursfélagi í mörgum félögum, svo sem Ungmennafélagi Stafholtstungna, Kvenfélaginu Sif á Patreksfirði, Menningar og friðasam- tökum kvenna og Póstmannafélaginu. 182
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.